Tenglar

■ri­judagur 17. marsá2009 |

Flatey fyrr og n˙ ...

Uppßhaldsh˙si­ Ý Flatey til vinstri.
Uppßhaldsh˙si­ Ý Flatey til vinstri.

Það er stundum sagt um eyjuna Flatey á Breiðafirði að þar standi tíminn kyrr. Það er að ýmsu leyti rétt ... Á síðari árum hefur þó orðið talsverð breyting á eyjunni. Gömlu húsin hafa flest fengið talsverða yfirhalningu ... af myndarskap hefur verið komið upp afar huggulegu hóteli með afbragðs veitingahúsi. Reyndar svo góðu að auðmenn með sjeika í eftirdragi trufluðu þar hljóðláta dýrðina síðustu sumur með nærveru sinni, þar sem þeir flögruðu um á þyrlum sínum.

Blessunarlega eru minni líkur á slíku næsta sumar.

 

Í frekar súrri nostalgíu hef ég stundum látið þennan Árbæjarsafns-stíl fara í taugarnar á mér, enda er uppáhaldshúsið mitt á eyjunni klárlega gamla og niðurnídda frystihúsið sem stendur við höfnina. Það var byggt af stórhuga mönnum um miðja síðustu öld, á tíma þegar uppgangur var gríðarlegur í síldarútgerð landsmanna og framtíðin virtist silfruð. En sú von brást og eftir stendur minnisvarði um glæstar vonir sem brugðust.

 

Svipar svolítið til annars minnisvarða um annan draum við aðra höfn.

 

Þessa mynd tók ég um síðustu helgi af frystihúsinu í Flatey ...


____________________________________________________
 

- Úr bloggfærslu Önnu Sigrúnar Baldursdóttur á Eyjunni.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31