Tenglar

mi­vikudagur 11. aprÝlá2012 |

Fer­amßlasamt÷kin ■inga Ý Bjarkalundi

Hˇtel Bjarkalundur vi­ Berufjar­arvatn.
Hˇtel Bjarkalundur vi­ Berufjar­arvatn.

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður á Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit um helgina. Auk venjulegra aðalfundarstarfa má nefna, að Harpa Eiríksdóttir mun kynna ferðamöguleika í Reykhólahreppi en Gústaf Gústafsson framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vestfjarða kynnir áform í markaðsmálum ferðaþjónustu innanlands á næstu árum.

 

Dagskráin er á þessa leið:

 

Föstudagur 13. apríl

 • Kl. 18-19 Mæting og skráning.
 • Kl. 19-20 Léttur kvöldverður.
 • Kl. 20 Harpa Eiríksdóttir ferðamálafulltrúi Reykhólahrepps kynnir ferðamöguleika í sveitarfélaginu.
 • Samkrull vestfirskra ferðaþjóna fram að háttatíma.

 

Laugardagur 14. apríl

 • Kl. 9 Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Venjuleg aðalfundarstörf, ársreikningar, skýrsla stjórnar, stjórnarkjör og önnur mál.
 • Íslandskynning. Gústaf Gústafsson kynnir sameiginleg áform markaðsstofa í landinu og Ferðamálastofu í innanlandsherferð næstu ára.
 • Kl. 12 Hádegisverður.
 • Kl. 13 Aðalfundur Vesturferða ehf. - lokaður fundur hluthafa, gönguferð í nágrenni Bjarkalundar í boði fyrir þá sem sitja ekki fundinn.
 • Kl. 15 Kaffi í boði Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
 • Kl. 15.30 Óvissuferð um Reykhólasveit með heimamönnum.
 • Kl. 20 Hátíðarkvöldverður og síðan kvöldvaka.

 

Pantanir á gistingu og mat á Hótel Bjarkalundi berist í síma 434 7863 eða 4347762, helst fyrir fimmtudagskvöld. Verð fyrir allan pakkann er kr. 16.000 á mann. Í því verði er gisting í tvær nætur með morgunverði, léttum hádegisverði og hátíðarkvöldverði á laugardag. Súpa og brauð á föstudagskvöld kostar kr. 1.000.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31