Tenglar

fimmtudagur 14. j˙nÝá2012 |

Fasteignamat 2013: HŠkkun Ý Reykhˇlahreppi 4,5%

Fasteignamat á landinu öllu hækkar að meðaltali um 7,4% um næstu áramót en hækkunin er mjög mismunandi eftir sveitarfélögum og eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Hækkunin í Reykhólahreppi er 4,5%. Á höfuðborgarsvæðinu er hækkunin að meðaltali 8,3% en er þessi í öðrum landshlutum:

 

Suðurnes 2,7%

Vesturland 4,3%

Vestfirðir 6,3%

Norðurland vestra 7,0%

Norðurland eystra 7,1%

Austurland 5,5%

Suðurland 5,9%

 

Í einstökum sveitarfélögum er hækkunin mest í Vestmannaeyjum (19%) og Bolungarvík (16,4%) en minnst í Reykjanesbæ (0,6%). Leitast er við að láta matið gefa ákveðna mynd af lífsgæðum á hverjum stað og þannig mun hin mikla hækkun í Vestmannaeyjum og Bolungarvík skýrast að mestu leyti af bættum samgöngum.

 

Upplýsingum um fasteignamatið verður miðlað með sama hætti og á síðasta ári. Eigendur fasteigna geta nálgast mat á eignum sínum á upplýsinga- og þjónustuveitunni island.is og þurfa þá rafræn skilríki eða veflykil ríkisskattstjóra, sem auðvelt er að ná í hafi menn hann ekki tiltækan. Einnig verður hægt að nálgast fasteignamatið á vef Þjóðskrár.

 

Tilkynning um fasteignamatið 2013 verður ekki send út í hefðbundnum bréfpósti en fólk getur haft samband við Þjóðskrá og fengið tilkynningu um matið sent heim til sín. Þjóðskrá mun á næstu dögum birta auglýsingar í dagblöðum og ljósvakamiðlum þar sem fram kemur hvernig fasteignaeigendur geta nálgast nýja fasteignamatið.

 

 Fasteignamat 2013 sundurliðað eftir sveitarfélögum

 

Ofangreindar upplýsingar er að finna í gögnum sem birt voru á vef Þjóðskrár í dag.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Nˇvember 2020 »
S M Ů M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30