Tenglar

sunnudagur 3. marsá2013 | vefstjori@reykholar.is

FŠr veglegan rß­uneytisstyrk til smÝ­i annars bßts

Sjß myndaskřringar Ý meginmßli.
Sjß myndaskřringar Ý meginmßli.
1 af 5

Ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar hefur veitt Hjalta Hafþórssyni á Reykhólum tveggja milljóna króna styrk til smíði á báti þar sem hann mun styðjast við teikningu í íslensku handriti frá 15. öld. Þennan styrk fær Hjalti í beinu framhaldi af mun lægri styrk sem ráðuneyti mennta- og menningarmála veitti honum fyrir réttu ári til smíði á endurgerð Vatnsdalsbátsins svokallaða frá 10. öld, en leifar hans fundust fyrir um hálfri öld í kumli í Vatnsdal við Patreksfjörð. Vegna aðstöðuleysis á Reykhólum smíðaði Hjalti þann bát á Siglufirði á liðnu sumri og vakti sú vinna mikla athygli bæði heimamanna og ferðafólks.

 

Á mynd nr. 1 er teikning Hjalta Hafþórssonar af bátnum sem hann ætlar að smíða að þessu sinni. Teikninguna í handritinu (Jónsbókarhandrit frá síðari hluta 15. aldar) má sjá á mynd nr. 2. Fræðimaðurinn Lúðvík Kristjánsson fjallar lítillega um hana í hinu mikla riti sínu Íslenskir sjávarhættir. Athygli vekur bæði að framstefni kemur nær lóðrétt á kjöl og jafnframt hversu breiðbyrtur þessi bátur er.

 

Á mynd nr. 3 er teikning Hjalta af bátnum án mannanna (eftirmynd bátsins í handritinu) og sést þar betur að hann er einu umfari lægri að aftan en framan. Að sögn Hjalta er þetta ólíkt því sem síðar þekkist í bátasmíðum hérlendis. Einnig segir hann, að vegna þess að efniviður í íslenska báta á fyrri öldum hafi að mestu verið beinir bolir á rekafjörum muni bein stefni hafa komið til sögunnar, ólíkt því sem var í öndverðu og síðan aftur á seinni tímum.

 

Frá Vatnsdalsbátnum var greint mjög ítarlega hér á Reykhólavefnum í fyrravor (sjá tengil hér fyrir neðan). Bæði er þar fróðleikur um bátinn úr riti Jóns Þ. Þór sagnfræðings, Sjósókn og sjávarfang, saga sjávarútvegs á Íslandi, og birtar myndir úr Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1966.

 

Til þess að fá aðstöðu til endurgerðar Vatnsdalsbátsins í fyrra leitaði Hjalti til stjórnar Síldarminjasafns Íslands á Siglufirði og fékk afnot af gamla slipphúsinu þar í bæ til smíði bátsins, sem nú er varðveittur á Siglufirði. Kostnaður við undirbúning verksins og smíðina sjálfa nam liðlega fimm og hálfri milljón króna. Útlagður kostnaður er aðeins hluti af þeirri tölu, því að inni í henni eru reiknuð vinnulaun Hjalta og Hafþórs Rósmundssonar föður hans, sem unnu verkið launalaust.

 

Myndir nr. 4 og 5 tók sr. Sigurður Ægisson á Siglufirði á liðnu hausti. Þær eru fengnar af vefnum siglfirdingur.is sem sr. Sigurður heldur úti og birtar hér með leyfi hans. Á þeirri fyrri er Hjalti glaðbeittur við Vatnsdalsbátinn nýja en á þeirri seinni er Hjalti nýbúinn að tjörubera hann.

 

30.08.2012 Fullt út úr dyrum að fylgjast með smíðinni

31.05.2012 Styrkur til endursmíði báts frá árdögum Íslendinga

 

Bátasmíðavefur Hjalta Hafþórssonar

 

Siglfirðingur.is - fréttavefur sr. Sigurðar Ægissonar

 

Athugasemdir

Jˇn Pßll Asgeirsson, sunnudagur 03 mars kl: 23:57

Gaman a­ sjß a­ ■a­ er eitthva­ gert til a­ halda Ý ■a­ gamla, ■a­ er alltof lÝti­ gert Ý a­ halda vi­ g÷mlum bßtum, ■eir grotna ni­ur en alskonar kofar eru ger­ir upp og lagfŠr­ir fyrir miljˇnir, ■a­ er kannski gott. En ═sland er einu sinni eyja og ■a­ komst engin til og frß landinu nema ß skip e­a bßt Ý fleir hundru­ ßr. H÷ldum Ý g÷mlu bßtana ■ß fßu sem eftir eru. EndursmÝ­um lÝka svona bßta sem sagnir eru til um og teikningar.

Eyvindur, mßnudagur 04 mars kl: 07:58

Alveg magna­, til hamingju Hjalti. Vont er n˙ samt a­ geta ekki hřst ■ig hÚr um slˇ­ir.

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Desember 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31