Tenglar

laugardagur 25. febr˙ará2012 |

Erlendu fer­afˇlki ß Vestfj÷r­um fj÷lgar st÷­ugt

Erlendum ferðamönnum á Vestfjörðum fjölgar verulega, samkvæmt nýbirtum niðurstöðum könnunar sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar gerði fyrir Markaðsstofu Vestfjarða. Þar er áætlað að gistinóttum erlendra ferðamanna á Vestfjörðum hafi fjölgað um 19% milli áranna 2010 og 2011 og um 47% milli áranna 2008 og 2011. Áætlað er að um 40 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið á Vestfirði árið 2011 eða um 14% þeirra sem heimsóttu Ísland. Könnun af þessu tagi hefur verið gerð allmörg undanfarin ár meðal erlendra ferðamanna við brottför í Leifsstöð og á Seyðisfirði.

 

Alltaf hefur verið spurt um komur og gistinætur á Vestfjörðum eftir tveimur svæðum, annars vegar Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslum og hins vegar Strandasýslu. Auk þess hefur verið spurt um komur ferðamanna á 15 staði í landshlutanum, en það eru Flatey, Reykhólar, Látrabjarg, Patreksfjörður, Tálknafjörður, Bíldudalur, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Bolungarvík, Ísafjörður, Súðavík, Hornstrandir, Gjögur og Hólmavík.

 

Í niðurstöðunum eru hins vegar aðeins birtar sérstaklega tölur varðandi Látrabjarg, Þingeyri, Ísafjörð og Hólmavík.

 

„Þetta eru frábærar fréttir, sneiðin okkar af kökunni er að stækka“, segir Gústaf Gústafsson hjá Markaðsstofu Vestfjarða. „Alls má áætla að erlendir ferðmenn séu að eyða á svæðinu sem samsvarar um 400 þúsund á hvern íbúa Vestfjarða og munar um minna. Við náum einnig að halda betur í ferðamenn og næturgestum fjölgar jafnt og þétt á kostnað daggesta samhliða auknu framboði afþreyingar.“

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« AprÝl 2021 »
S M Ů M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30