Tenglar

laugardagur 25. oktˇberá2008 |

ElÝna Hrund kemur til starfa Ý Reykhˇlaprestakalli

ElÝna Hrund Kristjßnsdˇttir.
ElÝna Hrund Kristjßnsdˇttir.

Elína Hrund Kristjánsdóttir guðfræðingur hefur verið sett til að gegna prestsþjónustu í Reykhólaprestakalli næstu sextán mánuðina tæpa eða frá næstu mánaðamótum og til 20. febrúar 2010. Umsækjendur voru sjö. Séra Sjöfn Þór sóknarprestur í Reykhólaprestakalli er í sjúkraleyfi og hefur sr. Sigríður Óladóttir á Hólmavík gegnt störfum hennar að undanförnu. Sr. Sjöfn verður síðan í fæðingarorlofi frá 1. febrúar í vetur.

 

Elína Hrund er fædd í Reykjavík 30. maí 1962, næstyngst fjögurra dætra hjónanna Kristjáns Sveinssonar skipstjóra og Valgerðar Hjartardóttur húsmóður og handavinnuleiðbeinanda. Hún lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 2004.

 

„Löngunin til að læra guðfræði hafði búið með mér í mörg ár áður en ég lét drauminn rætast", segir Elína Hrund, „en ég hef löngum tekið þátt í kristilegu starfi af ýmsu tagi, bæði hefðbundu sem óhefðbundnu. Ég hef meðal annars starfað í Kvennakirkjunni í mörg ár, en hún er sjálfstætt starfandi hópur innan Þjóðkirkjunnar. Í nokkur ár tók ég þátt í starfi Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, og sat þar í stjórn í nokkur ár. Ég er meðlimur í rannsóknarhópi sem kallast Deus ex cinema eða Guð á hvíta tjaldinu. Markmið hópsins er að rannsaka trúarstef í kvikmyndum. Deus ex cinema skipa jafnt guðfræðingar og fræðimenn á öðrum sviðum, þar með taldir bókmennta- og kvikmyndafræðingar, en hópurinn hefur vikulega komið saman í heimahúsum og skoðað kvikmyndir í guðfræðilegu ljósi. Ég hef setið nokkur námskeið í sálgæslufræðum í Endurmenntun Háskóla Íslands eftir að ég lauk guðfræðináminu."

 

Eiginmaður Elínu Hrundar var Geir Jónsson stýrimaður, sem fórst með björgunarskipinu Goðanum 10. janúar 1994. Börn þeirra eru Kristján, háskólanemi, fæddur 1985, og Elína Hrund, iðnnemi, fædd 1987.

 

„Ég hlakka til að koma og starfa með ykkur í Reykhólaprestakalli og veit að með Guðs hjálp gengur allt vel", segir Elína Hrund Kristjánsdóttir.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Desember 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31