Tenglar

laugardagur 4. j˙nÝá2011 |

Dagskrß Umf. Aftureldingar sumari­ 2011

Sundæfingar og frjálsíþróttaæfingar á vegum Ungmennafélagsins Aftureldingar (UMFA) í Reykhólahreppi hefjast á mánudaginn undir stjórn Andreu Björnsdóttur og Olgu Þórunnar Gústafsdóttur. Félagið annast hátíðarhald í Reykhólahreppi á þjóðhátíðardaginn 17. júní sem eins og undanfarin ár verður í Bjarkalundi. Helstu atriðin í starfi félagsins í sumar fara hér á eftir.

 

Sundæfingar

Andrea Björnsdóttir verður með sundæfingar 6.-10. júní og 14.-16. júní. Æfingarnar verða kl. 17.30-18.30 nema 9. júní verður æfingin kl. 14-15 og 10. júní kl. 15-16. Námskeiðið kostar 2.000 kr.

 

Knattspyrna

UMFA vill hvetja alla 12 ára og eldri til að mæta á sparkvöllinn á Reykhólum í knattspyrnu á fimmtudögum í júní og júlí kl. 20. Þetta verða ekki skipulagðar æfingar heldur er þetta hugsað fyrir alla til að mæta og hafa gaman saman.

 

Kvennahlaup ÍSÍ

Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið 4. júní kl. 10. Hlaupið verður frá sundlauginni á Reykhólum. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir, 2, 5 og 7 km. Frítt í sund fyrir þátttakendur að loknu hlaupi í boði Reykhólahrepps.

 

Frjálsíþróttaæfingar

Olga Þórunn Gústafsdóttir verður með frjálsíþróttaæfingar fyrir 6 ára og eldri á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá og með 6. júní til og með 30. júní kl. 11-12. Námskeiðið kostar 3.000 kr.

 

17. júní 2011

Afturelding sér um 17. júní í Reykhólahreppi í ár. Eins og undanfarin ár verður skemmtunin í Bjarkalundi. Sölutjald verður á staðnum með ýmsum tegundum af gasblöðrum og nammi. Einnig verða tveir hoppukastalar, leikir og fleira skemmtilegt fyrir börnin. Hótel Bjarkalundur verður með dýrindis tertur og kaffi.

 

Lyftingasalur UMFA

Við viljum nota tækifærið og þakka öllum þeim sem hjálpuðu til við að koma lyftingasal Aftureldingar á laggirnar. Lyftingasalurinn er í kjallaranum á Grettislaug og opinn á þeim tímum sem sundlaugin er opin. Stakur tími kostar 500 kr., 10 tíma kort kostar 4.000 kr og 30 tíma kort kostar 7.500 kr. en þá er tíminn kominn niður í 250 kr.

 

Stjórn Aftureldingar,

Guðrún, Herdís og Kolfinna.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31