Tenglar

■ri­judagur 18. nˇvemberá2008 |

Byggt vi­ Dagvaktarhˇteli­ Bjarkalund Ý Reykhˇlasveit

┴rni hˇtelstjˇri ßsamt gˇ­um gestum. Mynd: h■m.
┴rni hˇtelstjˇri ßsamt gˇ­um gestum. Mynd: h■m.

Fyrirhugað er að stækka Hótel Bjarkalund um 100 fermetra en það er nú um 600 fermetrar. Stækkunin felst í veglegra anddyri og stærra verslunarrými. Vonast er til að framkvæmdunum verði lokið í vor. Árni Sigurpálsson hótelstjóri segir að þrátt fyrir hið bága ástand í efnahagsmálum, þar sem flestir halda að sér höndum, muni hann halda ótrauður áfram.

 

Þótt margir hafi áður heyrt nafn hótelsins nefnt er óhætt að fullyrða að það hefur verið á hvers manns vörum eftir að byrjað var að sýna þættina Dagvaktina, en þeir gerast í Bjarkalundi. Er svo komið að stór hluti þeirra símtala, sem Bjarkalundi berast, lúta að Dagvaktinni og söguþræðinum. „Það var hringt mikið um daginn þegar Gugga fékk höfuðhöggið og spurt hvort hún kæmi aftur eða hvort hún væri dáin", segir Árni, sem gefur ekkert upp um framvindu mála. „Ég veit nánast allt um þessa þætti", segir hann. „Við hjónin lifðum og hrærðumst í þessu meðan á upptökunum stóð."

 

Ekki allir láta sér nægja að hringja því að sumir hafa komið í Bjarkalund gagngert til þess að skoða vinnustað Ólafs Ragnars, Georgs, Daníels og Guggu. „Það hefur verið dálítið áreiti á okkur með það", segir Árni. „Fólk veður mikið um án þess að spyrja, til dæmis upp á loft þar sem gestirnir gista. Við erum á varðbergi þegar fólk kemur, sérstaklega það yngra."

 

Þá hafa rútur með skólafólki rennt í hlað Bjarkalundar þar sem nemendurnir eru forvitnir um sögusviðið. Oftar en ekki setjast þeir svo í matsalinn og panta sér hamborgara. Ljóst er því að þættirnir hafa haft góð áhrif á viðskiptin.

 

(Morgunblaðið)

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Nˇvember 2021 »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30