Tenglar

mßnudagur 12. jan˙ará2009 |

Brunavarnaߊtlun sam■ykkt og komin ß vefinn

Athygli íbúa Reykhólahrepps skal vakin á brunavarnaáætlun, sem gerð hefur verið fyrir starfssvæði Slökkviliðs Reykhólahrepps í samræmi við lög um brunavarnir. Í lögunum segir m.a.: „Á hverju starfssvæði slökkviliðs skal liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur umsögn Brunamálastofnunar og samþykki sveitarstjórnar. [- - -] Markmið brunavarnaáætlunar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað, að það ráði við þau verkefni sem því eru falin með lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Brunavarnaáætlun leggur grunninn að gæðastjórnun og úttekt á starfsemi slökkviliðs fyrir þá aðila sem bera ábyrgð á brunavörnum í hverju sveitarfélagi. Áætlunin auðveldar einnig íbúum sveitarfélagsins að fá upplýsingar um veitta þjónustu, skipulag slökkviliðs og markmið með rekstri þess í sveitarfélaginu."

 

Íbúar Reykhólahrepps eru hvattir til að kynna sér brunavarnaáætlunina rækilega. Hana er að finna hér hægra megin á síðunni undir Stofnanir > Slökkvilið Reykhólahrepps. Áætlunin er 37 blaðsíður og getur verið svolitla stund að hlaðast inn ef tölvur og tengingar eru mjög hægvirkar.

 

Slökkvilið Reykhólahrepps hefur að leiðarljósi með þessari brunavarnaáætlun að uppfylla eftirfarandi markmið laganna um brunavarnir:

 

„Að vernda líf og heilsu fólks, umhverfi og eignir, með því að tryggja fullnægjandi eldvarnaeftirlit og viðbúnað við eldsvoðum og mengunaróhöppum á landi á sínu þjónustusvæði." Og einnig: „Að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað, að það ráði við þau verkefni sem því eru falin með lögum og reglugerðum settum samkvæmt þeim."

 

Jafnframt er eitt af meginmarkmiðum Slökkviliðs Reykhólahrepps með þessari brunavarnaáætlun, að skilgreina fyrir íbúum þjónustusvæðisins á aðgengilegan máta hvaða þjónustustig er veitt og hvernig.

 

Samstarf er á milli lögreglu, björgunarsveita og slökkviliðsins. Brunavarnir eru hluti af almannavarnakerfi Reykhólahrepps og sinna þarf brunavörnum, ákveðinni öryggisvöktun og hafa til reiðu búnað til klippa fólk úr bílflökum ásamt slökkvistarfi í skipum. Fjöldi björgunarsveitarmanna sem hægt er að ná í með skömmum fyrirvara er 13 og alls eru 12 lögreglumenn á vegum lögreglunar á Patreksfirði, sem á um langan veg að fara, og eru þá héraðslögreglumenn meðtaldir.

 

Stjórn útkalla er á ábyrgð slökkviliðsstjóra eða varamanna hans hverju sinni. Slökkviliðsstjóri ber ábyrgð á daglegri yfirstjórn gagnvart sveitarstjórn og í forföllum hans ber varaslökkviliðsstjóri þá ábyrgð og þá er tryggt að það er alltaf einhver yfirmaður á svæðinu allan sólarhringinn. Útstöðvar með kerru og nokkrum búnaði eru í Gufudal, Króksfjarðarnesi og Flatey. Á þessum stöðum er maður sem sér um búnaðinn.

 

Sjá nánar Stofnanir > Slökkvilið Reykhólahrepps hér hægra megin á síðunni.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Jan˙ar 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31