Tenglar

laugardagur 30. aprÝlá2011 |

Bridge: Reykhˇlamenn fengu gull og bikara

Eyvindur og J÷kull veita fyrstu ver­launum vi­t÷ku.
Eyvindur og J÷kull veita fyrstu ver­launum vi­t÷ku.
1 af 4
Reykhólabúarnir Eyvindur Magnússon og Jökull Kristjánsson sigruðu á Davíðsmótinu í bridge, sem haldið var í Búðardal á Jörfagleði Dalamanna um daginn. Einn Reykhólabúinn enn tók þátt í mótinu, Guðjón Dalkvist Gunnarsson, en spilafélagi hans var Maríus Kárason á Hólmavík. Í öðru sæti urðu frændurnir Þorleifur Þórarinsson og Haraldur Sverrisson úr Breiðfirðingafélaginu í Reykjavík og í þriðja sæti urðu Guðbrandur Björnsson á Smáhömrum í Strandasýslu og Vignir Pálsson á Hólmavík.

 

Nafnið Davíðsmót er þannig til komið, að sögn Ólafs Gunnarssonar mótsstjóra í Þurranesi, að fyrir margt löngu í tilefni af 60 ára afmæli Davíðs Stefánssonar fyrverandi bónda á Saurhóli í Saurbæ ákváðu félagar hans í UMF. Stjörnunni að heiðra hann fyrir brennandi áhuga á bridge og fyrir áralangan dugnað við að halda þeirri íþrótt gangandi innan sveitar sem utan og koma á stórum sem smáum bridgemótum um langt árabil.

 

Félagar hans vissu að ekkert myndi gleðja hann betur en að efna til bridgemóts og tileinka honum og gera það að árlegum viðburði. Mótið var fyrst haldið árlega en eftir því sem spilurum fækkaði var farið að halda það annað hvert ár. Eftir að Davíð lét af búskap og fluttist á Dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal tók Jörfagleðinefnd við að halda mótið á hátíðinni hverju sinni. Það féll svo í hlut menningar- og ferðamálanefndar Dalabyggðar að koma á Jörfagleði þetta árið en ekki sérkjörinnar Jörfagleðinefndar eins og oftast áður.

 

Jörfagleðinefnd veitti verðlaunapeninga fyrir þrjú efstu sætin, gull, silfur og brons. Sjálfur gaf Davíð bikara til eignar fyrir þá sex spilara sem voru í þremur efstu sætunum. Það skyggði þó á mótshaldið, að Davíð var veikur og gat ekki tekið þátt í mótinu sjálfur svo sem vænst hafði verið.

 

Meðfylgjandi myndir frá Davíðsmótinu tók Valdís Einarsdóttir.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31