Tenglar

mi­vikudagur 4. j˙lÝá2012 |

Bo­i­ Ý grillveislu ß 25 ßra afmŠli Reykhˇlahrepps

Reykhólahreppur í núverandi mynd varð til 4. júlí 1987 eða fyrir réttum 25 árum þegar hrepparnir fimm í Austur-Barðastrandarsýslu sameinuðust í einn. Þetta voru Geiradalshreppur, Reykhólahreppur, Gufudalshreppur, Múlahreppur og Flateyjarhreppur. Í tilefni þess býður sveitarstjórn til grillveislu kl. 19 í kvöld í Hvanngarðabrekku á Reykhólum (oft nefnd Kvenfélagsgarðurinn eða Kvenfélagsgirðingin), en það er brekkan fagra og skjólið vestanvert við Reykhólakirkju.

 

Fleiri en Reykhólahreppur fagna afmæli á þessum degi, því að 4. júlí er afmælisdagur sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkja Norður-Ameríku og jafnframt þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna - Independence Day. Þau eru að vísu nokkru eldri en Reykhólahreppur í núverandi mynd þó að þjóðhátíðardagur beggja sé hinn sami. Þann 4. júlí 1776 eða fyrir réttum 236 árum lýstu Bandaríkin yfir sjálfstæði frá breska konungdæminu og sameinuðust þar undir einu merki allmiklu fleiri hreppar og víðlendari en þeir sem gengu í eina sæng við norðanverðan Breiðafjörð fyrir fjórðungi aldar.

 

Þess má geta, úr því að hér hefur verið vikið að sögu þessa dags, að þrír af fimm fyrstu forsetum Bandaríkjanna dóu 4. júlí. Forsetar númer tvö og þrjú, þeir John Adams og Thomas Jefferson, dóu báðir 4. júlí 1826 - á 50 ára afmæli Bandaríkjanna. Réttum fimm árum seinna eða 4. júlí 1831 andaðist fimmti forseti Bandaríkjanna, James Monroe. Varla gerast menn öllu þjóðlegri í þeim efnum.

 

Einnig er þess að geta, að í dag er Sonja (Haraldsen) Noregsdrottning 75 ára - Reykhólahreppur hinn nýi fæddist á fimmtugsafmæli hennar. Gina Lollobrigida er 85 ára í dag - hver man eftir henni? Og síðast en ekki síst: Guðbjörg (Gugga) Björnsdóttir í Sælingsdalstungu í Dölum er fimmtug í dag eða tvisvar sinnum 25 ára.

 

Athugasemdir

kolbrun lßra myrdalm, mi­vikudagur 04 j˙lÝ kl: 21:25

Ůakka kŠrlega fyrir mig ■etta var indŠlt gott og fallegt ve­ur

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Jan˙ar 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31