Tenglar

sunnudagur 11. nˇvemberá2012 |

äBiskupinn okkar er blessa­ ljˇsô

Hjá Breiðfirðingafélaginu verður hagyrðingakvöld á fimmtudag, 15. nóv. Hagyrðingar sem þar koma fram eru Ragnar Ingi Aðalsteinsson skáld frá Vaðbrekku á Jökuldal (bróðir hins landskunna bragsnillings Hákonar heitins Aðalsteinssonar), Hermann Jóhannesson frá Kleifum í Gilsfirði, Jóhanna Fríða Dalkvist frá Mýrartungu í Reykhólasveit, Halla Gunnarsdóttir skáldkona með rammar rætur í Mosfellssveit, Kristján Runólfsson í Hveragerði, en ljóðalipurð hans hefur víða komið fram á bókum og í blöðum og á netinu, og Jón Kristjánsson fyrrv. ráðherra sem varla er nauðsyn að kynna sem hagorðan mann í bundnu máli sem óbundnu, hvort heldur í ræðustól eða utan.

 

Vonandi leyfist hér að tilfæra hér eftir stopulu minni vísu eftir Hákon Aðalsteinsson, sem var víst lítið gefinn fyrir hestamennsku. Af þessari vísu eru til mismunandi útgáfur enda altítt að það sem landsfleygt verður gangist í munni fólks. Reyndar er það fyrri parturinn sem eitthvað hefur gengist til en seinni parturinn er ógleymanlegur og gengst varla til a.m.k. í munni fólks með brageyra:

 

Meiddir og slasaðir bíða menn bana,

sem brölta á truntum um grundir og hlíð.

Ég hef fram að þessu haft fyrir vana

að horfast í augu við það sem ég ríð.

 

Hagyrðingakvöldið verður í Breiðfirðingabúð við Faxafen í Reykjavík og hefst kl. 20. Miðaverð er kr. 1.000 og kaffi og meðlæti innifalið.

 

Hér fyrir neðan er tengill á fyrriparta bæði handa fólkinu í salnum og hagyrðingunum sem fram koma. Spreytið ykkur á þessu og komið með botnana!

 

Tekið skal fram, að fyrirsögn þessarar fréttar er fyrra vísuorðið úr einum fyrripartanna. Nýi biskupinn okkar er ættaður úr Austur-Barðastrandarsýslu sem kunnugt er.

 

Fyrripartar til að spreyta sig á

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31