Tenglar

mi­vikudagur 2. desemberá2009 |

Bßtasafn Brei­afjar­ar og ËlafsdalsfÚlagi­ fß milljˇn

Hafli­i A­alsteinsson bßtasmi­ur vi­ Bßtasafn Brei­afjar­ar ß Reykhˇlum.
Hafli­i A­alsteinsson bßtasmi­ur vi­ Bßtasafn Brei­afjar­ar ß Reykhˇlum.
Úthlutað var í gær úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir 2010. Af sjö styrkjum sem renna til Vestfjarða og Vesturlands hljóta Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum og Ólafsdalsfélagið þá hæstu eða eina milljón króna hvort félag. Aðeins eitt verkefni á landinu öllu fær hærri styrk og aðeins fjögur önnur jafnháan styrk. Hálfa milljón fær Þrísker ehf. til endurbyggingar á Hraðfrystihúsinu í Flatey.

 

Melrakkasetur Íslands í Súðavík fær styrk til að setja upp sýningu um refaveiðimenn, Félag um Snjáfjallasetur á Snæfjallaströnd við Djúp fær styrk til að setja upp sýningar um Drangajökul, Háskóli Íslands vegna verkefnisins Vestfirðir á miðöldum, en því er ætlað að vernda menningarverðmæti sem komið hafa í ljós í Vatnsfirði við Djúp, og Sjóminjasafnið Ósvör í Bolungarvík til að gera skinnklæði eins og notuð voru á áraskipum.

 

Alls bárust Þjóðhátíðarsjóði að þessu sinni 259 umsóknir um styrki að fjárhæð samtals um 350 milljónir króna. Úthlutað var að 65 styrkjum að fjárhæð samtals um 34 milljónir króna. Málvísindastofnun Háskóla Íslands fékk hæsta styrkinn, eina og hálfa milljón, en síðan komu sex verkefni sem hlutu eina milljón króna hvert, þar á meðal Bátasafn Breiðafjarðar og Ólafsdalsfélagið.

 

Sjá einnig:

Ólafsdalshátíð markar upphafið á endurreisn staðarins

Reykhólahreppur meðal stofnenda Ólafsdalsfélagsins

Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum

Vefur Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum

Þjóðhátíðarsjóður

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31