Tenglar

fimmtudagur 23. aprÝlá2009 |

BarmahlÝ­ardagurinn ß Reykhˇlum Ý dag

SÚ­ yfir Reykhˇla Ý aprÝl ß sÝ­asta ßri. Mynd: ┴rni Geirsson.
SÚ­ yfir Reykhˇla Ý aprÝl ß sÝ­asta ßri. Mynd: ┴rni Geirsson.

Barmahlíðardagurinn á Reykhólum er í dag, sumardaginn fyrsta, með fjölbreyttri dagskrá fyrir unga sem aldna. Meðal atriða má nefna handavinnusýningu á dvalarheimilinu Barmahlíð, vöfflur og kaffi á borðum hjá unglingunum í Reykhólaskóla, skólagól (hvað sem það nú er) og skemmtidagskrá með Jógvan Hansen og fyrirtækjakeppni á sparkvellinum. Lögreglan verður með hjólaskoðun og brunabíllinn verður til sýnis. Grillmeistarar Lionsklúbbsins taka til hendinni í kvöld og frítt verður í Grettislaug.

 

Dagskrána í heild og tímasetningar má skoða hér (pdf).

 

Horfur eru á góðu sumri í héraðinu ef marka má þjóðtrúna gömlu. Vetur og sumar frusu saman á Reykhólum í nótt. Klukkan fimm var hitinn reyndar hálfri gráðu yfir frostmarki á mæli sjálfvirku veðurstöðvarinnar og klukkan átta var hann kominn niður í 0,3 stig. Slíkir mælar eru í tveggja metra hæð yfir jörðu og það gerir gæfumuninn. Niðri við jörð fór hitinn undir frostmark. Eins og til að árétta þetta fór hann svo að snjóa svolítið í mjög kyrru veðri laust fyrir klukkan sex í morgun.

 

Samkvæmt veðurspá gildir líklega hið fornkveðna um sumardaginn fyrsta á Reykhólum að þessu sinni:

 

          Veðrið er hvorki vont né gott,

          varla kalt og ekki heitt.

          Það er hvorki þurrt né vott,

          það er svo sem ekki neitt.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31