Tenglar

sunnudagur 7. nˇvemberá2010 |

Arnk÷tludalsvegur liggur of lßgt

Vegurinn um Þröskulda eða Arnkötludal er fljótur að teppast eins og Vestfirðingar eru farnir að þekkja. Heiðin varð ófær á þriðjudagsmorgun en þá mældist vindhraðinn 23 m/s á Þröskuldum á meðan hann var 15 m/s á Steingrímsfjarðarheiði. Starfsreglur Vegagerðarinnar kveða á um að ekki sé ráðist í snjómokstur á fjallvegum þegar vindhraðinn fer yfir 18 m/s. Jón Hörður Elíasson, rekstrarstjóri hjá Vegagerðinni á Hólmavík, segir erfitt að meta hvort vegurinn yfir Þröskulda sé meira ófær en upphaflega var gert ráð fyrir enda ekki mikil reynsla komin á hann.

 

„Þegar vindur er úr norðaustri, þá gerir mjög vont veður vestanmegin heiðarinnar eða fram í Gautsdal. Að mínu viti liggur vegurinn alltof lágt í landinu miðað aðstæður og það á stóran þátt í því að hve hratt hann teppist. Við hækkuðum hann á þeim stöðum þar sem við vissum að yrði snjóþungt og sums staðar um meira en einn metra, en það hefur greinilega ekki verið nóg og þyrfti að vera meira,“ segir Jón Hörður. Þetta kom fram á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« AprÝl 2021 »
S M Ů M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30