Tenglar

laugardagur 30. jan˙ará2010 |

Almenn gar­fuglasko­un um land allt

Rj˙purnar ß Reykhˇlum eru yfirleitt engar mannafŠlur.
Rj˙purnar ß Reykhˇlum eru yfirleitt engar mannafŠlur.
Fuglaverndarfélag Íslands gengst fyrir almennri garðfuglaskoðun þessa dagana og fram á mánudag. Landsmenn eru hvattir til að skoða og skrá fjölda og tegundir fugla í einn klukkutíma í görðum sínum, og er þá átt við þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Þetta er einn af árvissum viðburðum sem félagið stendur fyrir. Hvatt er til þess að fuglum sé gefið í görðum til að lokka þá að. Markmiðið er að afla upplýsinga um það hvaða tegundir eru til staðar og fjölda innan tegunda og vekja áhuga á fuglum og töfrum þeirra.

 

Upplýsingar um fóðrun garðfugla er hægt að finna á vef Fuglaverndar og á Garðfuglavefnum, þar sem þátttakendur geta einnig skráð niðurstöður sínar og sent þær inn rafrænt.

 

Á myndinni er rjúpa að spóka sig á sólpallsgrindverki húss við Hellisbraut á Reykhólum 27. apríl 2008. Í garðinum við þetta sama hús var stór hópur rjúpna í sakleysi sínu í gær. Húsráðandi áttaði sig ekki á veru þeirra þarna þegar hann hleypti hundi út í garðinn í bandi fyrr en hundurinn spólaði á pallinum um leið og hann kom út en rjúpurnar áttu fjöðrum sínum (og bandi hundsins) fjör að launa.

 

Sjá einnig:

12.01.2010  Æðarfuglinn „fjölmennastur“ í vetrartalningu

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31