Tenglar

fimmtudagur 27. nˇvemberá2008 |

Allir velkomnir ß fullveldishßtÝ­ Reykhˇlaskˇla

Fullveldishátíð Reykhólaskóla verður haldin í íþróttahúsinu á Reykhólum á morgun, föstudaginn 28. nóvember, og hefst kl. 20. Aðgangseyrir að hátíðinni er 350 krónur. Foreldrafélagið verður með kaffisölu. Allir eru velkomnir og bæði nemendur og kennarar Reykhólaskóla vonast til að sjá sem flesta.

 

Sjálfur fullveldisdagurinn, sem minnst er með hátíðinni, er 1. desember. Þann dag árið 1918 eða fyrir 90 árum varð Ísland frjálst og fullvalda ríki. Enn um sinn eða þangað til íslenska lýðveldið var stofnað árið 1944 voru Íslendingar samt í konungssambandi við Danmörku, auk þess sem Danir önnuðust utanríkismál og fleira fyrir Íslendinga.

 

Á hádegi sunnudaginn 1. desember 1918, þegar sambandslögin um fullveldi Íslands gengu í gildi, var íslenski fáninn þríliti dreginn að hún á fánastöng Stjórnarráðsins í Reykjavík í fyrsta sinn. Sigurður Eggerz fjármálaráðherra, er gegndi störfum forsætisráðherra í fjarveru Jóns Magnússonar, sem staddur var í Kaupmannahöfn, flutti ræðu af þrepum Stjórnarráðsins og sagði meðal annars:

 

„Og í gær hefur konungurinn gefið út úrskurð um þjóðfána Íslands, sem blaktir frá því í dag yfir hinu íslenska ríki... Fáninn er tákn fullveldis vors. Fáninn er ímynd þeirra hugsjóna, sem þjóð vor á fegurstar, hvert stórverk, sem unnið er af oss, eykur veg fánans, hvort sem það er unnið á höfunum, í baráttunni við brim og úfnar öldur eða á svæði framkvæmdanna eða í vísindum og fögrum listum. Því göfugri sem þjóð vor er, þess göfugri verður fáni vor. Vegur hans og frami er frægð þjóðar vorrar..."

 

Litirnir í íslenska fánanum tákna fjallablámann, ísinn og eldinn. Sá misskilningur virðist útbreiddur, að blái liturinn tákni annað hvort hafið sem umkringir landið eða vötnin á landinu sjálfu. Blái liturinn táknar fjallablámann, rauði liturinn táknar eldinn í iðrum landsins og sá hvíti táknar jökulísinn hið efra.

 

Íslenski þjóðfáninn, sem oftast ber fyrir augu, er ferhyrndur. Ríkisfáninn svonefndi er hins vegar klofinn að framan (tjúgufáni), og það var hann sem dreginn var að hún á Stjórnarráðinu 1. desember 1918.

 

Gerðir íslenska fánans

Saga íslenska fánans

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31