Tenglar

f÷studagur 28. jan˙ará2011 |

AfmŠlisrit JˇnÝnu Hafsteinsdˇttur sj÷tugrar

Jónína Hafsteinsdóttir, starfsmaður á nafnfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og áður á Örnefnastofnun Íslands, verður sjötug 29. mars. Árnastofnun hyggst halda upp á tímamótin og þakka Jónínu farsælt starf um langt skeið með því að gefa út afmælisrit til heiðurs henni. Í ritið skrifa samstarfsmenn og félagar Jónínu, fólk sem hefur komið að örnefnamálum víða um land og fólk sem átt hefur í samskiptum við hana gegnum störf hennar. Jónína hefur talsverð tengsl og kynni í Reykhólahreppi og víðar við norðanverðan Breiðafjörðinn og líklegt er að einhverjir þar kynnu að hafa áhuga á því að óska henni heilla.

 

Í ritinu verða yfir 20 greinar. Höfundar þeirra eru Ari Páll Kristinsson, Árni Björnsson, Birna Lárusdóttir, Bjarni F. Einarsson, Bjarni Harðarson, Guðlaugur R. Guðmundsson, Guðrún Kvaran, Gunnlaugur Ingólfsson, Hallgrímur J. Ámundason, Haukur Jóhannesson, Helgi Björnsson, Hjörleifur Guttormsson, Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir, Katla Kjartansdóttir, Kjartan Ólafsson, Kristján Eiríksson, Páll Pálsson, Reynir Ingibjartsson, Sigurður Helgason, Sigurjón Páll Ísaksson, Svavar Sigmundsson, Valgarður Egilsson og Ævar Petersen. Umfjöllunarefni greinanna tengist örnefnum á einn eða annan hátt. Fjallað er um örnefni í Drangey og í Mánáreyjum, í Orkneyjum og í Djúpi, á Snæfellsnesi, í Reykjavík, á Ströndum, í Dölum og víðar. Aðrar greinar snúast um aldur örnefna, örnefni kennd við ræningja og paura, örnefni á jöklum, örnefni tengd nykrum, rostungum, draugum og hestum, örnefni í vasabókum, örnefni sem hafa mörg heiti og rithætti örnefna og ríkjaheita.

 

Ráðgert er að ritið komi út kringum afmælisdag Jónínu 29. mars. Fremst í því verður heillaóskaskrá eða tabula gratulatoria og er fólki boðið að heiðra Jónínu með því að gerast áskrifendur að ritinu og fá nafn sitt á heillaóskaskrána. Þeim sem vilja gerast áskrifendur er bent á að senda ósk þess efnis til Kára Kaaber hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á netfangið kari@hi.is. Vinsamlega tilgreinið hvernig nafn eða nöfn einstaklinga eða stofnana eiga að birtast. Látið kennitölu og heimilisfang líka fylgja með. Aðeins er gert ráð fyrir að birta nöfn en ekki titla eða heimilisföng. Best er að tilkynna þátttöku strax og greiðsla þarf að berast eigi síðar en í byrjun mars.

 

Verð bókarinnar er 4.200 kr. og áætlað að hún verði kringum 250 bls. Ganga má frá greiðslu með því að leggja upphæðina inn á reikning Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, kt. 700806-0490, nr. 0137-05-065007. Skýring greiðslu: Afmælisrit Jónínu. Senda má staðfestingu á greiðslu í heimabanka á netfangið kari@hi.is. Einnig má greiða með greiðslukorti og þarf þá að koma upplýsingum um kortnúmer og gildistíma til Kára Kaaber í tölvupósti (kari@hi.is) eða í síma 552-8530 / 525-4443, bréfasíma 562-2699.

 

Í ritstjórn afmælisritsins eru Guðrún Kvaran, Hallgrímur J. Ámundason og Svavar Sigmundsson.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Nˇvember 2020 »
S M Ů M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30