Tenglar

fimmtudagur 29. aprÝlá2010 |

A­alfundur og lokahßtÝ­ FÚlags eldri borgara

Aðalfundur Félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi verður í Dalabúð í Búðardal í dag, fimmtudaginn 29. maí kl. 15. Lokahátíð félagsins verður síðan kl. 16 á sama stað. Þar verður á dagskrá m.a. kórsöngur, gamanmál, hagyrðingar og harmonikuspil. Aðgangur er kr. 1000. Með þessu lýkur vetrarstarfi félagsins.

 

 

Um starfsemi Félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi 2009-2010

 

Félagið var með handavinnusýningu og kaffisölu á Jörvagleði 2009. Einnig var nokkrum sinnum spilað bingó og félagsvist í Búðardal frá febrúar til apríl 2009.

 

Á síðasta hausti var tekin ákvörðun um að vera með starfsemi einu sinni í viku á fimmtudögum í Rauðakrosshúsinu í Búðardal, en þar hefur félagið frí afnot af húsinu ef ekki er verið að nota það annað. Starfið var í október og nóvember vikulega og aftur nú í mars og apríl 2010. Þetta hefur gefist vel og verið vel sótt af fólki úr Dalabyggð og nokkuð um að fólk komi úr Reykhólahreppi líka þegar vel viðrar. Þarna hefur verið spilað bingó og félagsvist, haft jólaföndur, kenndur línudans og farið í heimsókn í Dvalarheimilið Silfurtún. Einnig hefur verið ýmiskonar upplestur og leikir og kaffi á boðstólum fyrir lágmarksverð.

 

Aðventufagnaður var haldinn í Tjarnarlundi í Saurbæ sem var öllum opinn. Farið var í heimsókn í Hjúkrunarheimilið Barmahlíð á Reykhólum á sumardaginn fyrsta, en þá er svokallaður Barmahlíðardagur. Í Barmahlíð var spilað bingó, skoðuð handavinnusýning heimilismanna og borið fram veislukaffi. Þátttaka úr Dölum var mjög góð, full rúta og þurfti að bæta við bíl.

 

Á næsta vetri er fyrirhugað að koma á föstum ferðum frá Reykhólum og úr Saurbæ í félagssstarfið í Búðardal, og hafa sveitarstjórnir á svæðinu tekið vel í þá hugmynd að styrkja það.

 

Félagið hefur líka alltaf efnt til rútuferðalags á hverju sumri og oftast tveggja til þriggja daga ferð um landið. Hefur þátttaka í þær ferðir verið mjög góð og þær tekist vel. Á síðasta sumri var farið í tveggja daga ferð um Suðurland og gist á Laugarvatni.

 

Formaður félagsins nú er Þrúður Kristjánsdóttir f.v. skólastjóri. Aðrir í stjórn eru Jóna Valgerður í Mýrartungu og Guðlaug á Tindum úr Reykhjólahreppi og Ragnar Ólafsson, Jóhann Sæmundsson, Víví Kristóbertsdóttir og Guðrún Björnsdóttir úr Dalabyggð.

 

Athugasemdir

Mßni Sigurjˇnsson, fimmtudagur 29 aprÝl kl: 14:05

Heill og sŠll!


═ dag er 29. APR═L, ekki 29. MA═

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Desember 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31