Tenglar

laugardagur 30. maÝá2020

Samkoma fyrir samfÚlagi­

Skjˇlbeltareitir
Skjˇlbeltareitir
1 af 4

María Maack er að hrinda af stað gróðursetningarátaki, eins og áður hefur komið fram, nú er tími athafna að renna upp og María brýnir okkur:

 

Er þessum skrítna óveðurs-kórónu-pínu-vetri ekki lokið hér með?

 

Ég skrifa hér með ákall til allra íbúa Reykhólahrepps um að taka saman höndum og gróðursetjum fyrir okkur öll. Þetta er eins og í textanum: Gerum eitthvað gott, gerum það saman.  Höldum upp á að við erum enn hér, á lífi og bjartsýn. Kýlum á gróðursetninguna fimmtudagskvöld 4. júní kl 19-21 (fylgist með veðri og fylgist með tilkynningum).

 

Fyrir skemmstu tóku skólabörnin til hendinni og settu niður 120 tré á klukkutíma í kringum hreppsskrifstofuna. Einn unglingurinn spurði: Eigum við ekki að setja meira niður? Og ég spurði hvort honum fyndist þetta gaman? – Já! Af hverju setjum við ekki niður meira?

 

Og hér kemur tækifærið fyrir okkur öll. Í fréttinni af atburðinum (tengja við http://www.reykholar.is/frettir/Grodursett_vid_hreppsskrifstofuna/) kemur fram að skógræktarfélagið Björk hefur keypt um 300 plöntur af tegundum til skjóls og skrauts. Hirt var greni meðfram veginum við Barmahlíð. Svo er birki, víðir, úlfareynir, fjallareynir, ösp og blómstrandi runnar.  Verið innilega velkomin til að taka þátt í gróðursetningunni.

 

Við hittumst við brúarholið hjá hreppsskrifstofunni. Kl. 19.30 og náum þessu fyrir kl. 21.30 með góðri mætingu. Hugmyndin er að gróðursetja eftir endilöngum austurbakka Grundarár að ljósleiðaranum. Þörungaverksmiðjan leggur til þörungamjöl, skógræktarfélagið leggur til plöntur og nokkra gróðursetningarstafi til að vinna með.

 

Hugmyndin hefur farið fyrir umhverfisnefnd, sveitarstjórn, skipulags- og byggingarnefnd og byggingarfulltrúa og allir taka vel í málið. Vonandi vex þetta upp sem fjölbreytt og hlýlegt skjólbelti við innkomuna í þéttbýlið.

  

1 af 2

Nú eru komnir hér á vefinn, undir Tómstundastarf hér t.v., bæklingar um sumarnámskeið og vinnuskólann á Reykhólum sumarið 2020.

f÷studagur 29. maÝá2020

Bjarkalundur opna­ur Ý dag

Hˇtel Bjarkalundur
Hˇtel Bjarkalundur

Hótel Bjarkalundur opnar í dag föstudaginn 29. maí.

 

Í tilefni af því langar okkur í Hótel Bjarkalundi að bjóða alla hjartanlega velkomna í mat og drykk á afsláttartilboði.

 Afsláttartilboðið verður alla helgina, eða frá föstudegi og til með mánudags.

 

Bestu kveðjur

Starfsfólk Hótel Bjarkalundar

 

 

  

1 af 2

Undanfarna daga hefur verið mikið fjallað um vindorku og síðast í sjónvarpsfréttum á miðvikudaginn 28. maí sagði formaður Fuglaverndar að hann varaði við því að hafa vindmyllur í Breiðafirði. Nú er verkefni okkar ekki í Breiðafirðinum sjálfum, en þar sem við erum á grannsvæði langar mig að koma eftirfarandi á framfæri.


  

...
Meira

..segir Ása í Hólabúð.

Nú gefst íbúum Reykhólahrepps kostur á að fá hársnyrtingu, klippingu og litun.

 

Sonja Karls verður á Reykhólum næstu daga og hefur aðstöðu í kjallara Sundlaugarhússins. Sonja hefur starfað við hársnyrtingu í yfir 30 ár og rekið eigin stofu í 20 ár.

 

Þegar þetta er ritað er einmitt undirbúningsvinna í Sundlaugarhúsinu í gangi, en hún reiknar með að geta tekið á móti viðskiptavinum á morgun.

Tímapantanir eru í s. 866 9672 og það verða hagstæð opnunartilboð á klippingu og litun.

  

■ri­judagur 26. maÝá2020

Tˇmstundastarf Ý sumar

1 af 2

Komin er hér á vefinn dagskrá tómstundastarfs í sumar. Hér til vinstri undir Tómstundastarf í valmynd, eru annarsvegar lýsing á starfinu og einnig töflur með dagskrá.

...
Meira
mynd, Vegager­in
mynd, Vegager­in

Vegagerðin hefur sótt um framkvæmdaleyfi til Reykhólahrepps skv. 13. mgr. skipulagslaga 123/2010 og reglugerðar nr. 772/2012 um leyfi til framkvæmda við gerð sjóvarnar í Flatey.

 

Verkið felur í sér byggingu á sjóvörn við gamla þorpið á um 30 metra kafla og er áætlaður verktími um tvær vikur.

Framkvæmdin er innan verndarsvæðis í byggð fyrir Flatey og er m.a. að hluta til innan 15 metra verndarsvæðis við Stóragarð sem er friðað mannvirki.

 

Samkvæmt 6. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 skal sveitarstjórn auglýsa hina fyrirhugðu framkvæmd áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda. Þannig er almenningi og hagsmunaaðilum veitt tækifæri til að koma sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri við sveitarstjórn áður en ákvörðun er tekin um framkvædina.

 

Málsgögn munu liggja frammi á skrifstofu Reykhólahrepps í stjórnsýsluhúsinu að Maríutröð á Reykhólum sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.Reykholar.is.

 

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er nú gefinn kostur á að kynna sér fyrirhugaða framkvæmd og gera athugasemd við hana. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a, 380 Reykhólahreppi eða á netfangið skipulag@dalir.is í síðasta lagi þann 15. júní 2020.

 

Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi.

 

Fylgiskjöl má sjá hér og hér, einnig í Tilkynningar hér neðst 

  

1 af 3

Miðvikudaginn 20. maí afhenti Ríkarður Örn Ragnarsson frá EM Orku Reykhólaskóla 15 iPad tölvur. 


Í orðsendingu sem barst af þessu tilefni segir: „Við í EM Orku trúum því að stuðningur við nærsamfélag okkar sé einn mikilvægasti hlutinn í því sem við gerum. Það er okkur mikil ánægja að geta hjálpað nemendum Reykhólaskóla“.


 


  
  

...
Meira

Sunnudaginn 24. maí verður guðsþjónusta í Reykhólakirkju kl. 11:00. Fylgt verður reglum almannavarna og því kemst takmarkaður fjöldi í kirkjuna.

 

Guðsþjónustunni verður streymt í hús á heimasvæði.

Hér er slóðin inn á YouTube-rás, 

https://www.youtube.com/results?search_query=reykh%C3%B3lakirkja

Með þessu fyrirkomulagi er hægt að hlýða á messuna hvar sem fólk er statt, með snjalltæki.

  

Félagar í kór Reykhólakirkju syngja og organisti er Ingimar Ingimarsson. Sr. Anna Eiríksdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. - Njótið

  

mi­vikudagur 20. maÝá2020

Grˇ­ursett vi­ hreppsskrifstofuna

1 af 12

Það var heilmikill handagangur í öskjunni í gærmorgun, þegar flestallir nemendur Reykhólaskóla ásamt kennurum gróðursettu trjáplöntur hjá skrifstofu hreppsins við Maríutröð, undir stjórn Maríu Maack.

...
Meira
SÝ­a 1 af 630

Atbur­adagatal

« J˙nÝ 2020 »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30