Tenglar

Aðalfundi Krabbameinsfélags Breiðfirðinga sem halda átti í Króksfjarðarnesi n.k. miðvikudag, er frestað af óviðráðanlegum ástæðum um óákveðinn tíma.

f÷studagur 7. ßg˙stá2020

ËlafsdalshßtÝ­ aflřst

Ëlafsdalur, mynd af vef Ëlafsdals
Ëlafsdalur, mynd af vef Ëlafsdals
1 af 2

Rögnvaldur Guðmundsson formaður Ólafsdalsfélagsins sendi eftirfarandi tilkynningu:

 

„Mér þykir afar leitt að tilkynna að vegna COVID fjöldatakmarkana hefur verið tekin sú ákvörðun að aflýsa þrettándu Ólafsdalshátíðinni sem halda átti 15. ágúst næstkomandi.“


Sjá nánar á vefsíðunni Ólafsdalur.
Aðsókn að Ólafsdal hefur verið afar góð í sumar, enda uppbygging staðarins í fullum gangi.

f÷studagur 7. ßg˙stá2020

Nřr leikskˇlastjˇri Ý HˇlabŠ

Sonja Dr÷fn Helgadˇttir
Sonja Dr÷fn Helgadˇttir

Nýr leikskólastjóri Hólabæjar er Sonja Dröfn Helgadóttir.

Hún kemur hingað frá Þingeyri, þar sem hún var skólastjóri í afleysingu í 1 ár við grunnskólann og Heilsuleikskólann Laufás. Þar áður var hún kennari á Skagaströnd í 7 ár og við Oddeyrarskóla á Akureyri, frá því hún lauk kennaranámi vorið 2001 frá Háskólanum á Akureyri.

 

Einnig hefur Sonja Dröfn nýlega lokið mastersprófi í leikskólakennarafræðum frá HA, með áherslu á lestrarfræði og sérkennslu.

 

Sonja Dröfn og maður hennar eiga 4 uppkomin börn.

 

Hún er boðin velkomin til starfa.

fimmtudagur 6. ßg˙stá2020

HˇlabŠr opna­ur eftir sumarfrÝ

Leikskólinn Hólabær verður opnaður aftur eftir sumarfrí, mánudaginn 10. ágúst, kl. 13:00.

Börnin verða þann dag eins og vistunartíminn segir til um.

mi­vikudagur 5. ßg˙stá2020

Sveitarstjˇrnarfundi fresta­ um viku

Reglulegum fundi sveitarstjórnar sem halda á 11. ágúst er frestað um viku. Fundurinn verður því haldinn 18. ágúst.

Dvalar- og hj˙krunarheimili­ BarmahlÝ­
Dvalar- og hj˙krunarheimili­ BarmahlÝ­

Vegna nýrrar COVID smitbylgju í samfélaginu er búið að loka í Barmahlíð fyrir aðgang allra nema starfsmanna dvalarheimilisins.

 

Alltaf er hægt að hringja í Hendrikku hjúkrunarfræðing Barmahlíðar í síma 776 0885.

fimmtudagur 30. j˙lÝá2020

Takmarkanir Ý Grettislaug vegna Covid 19

Á morgun, 31. júlí verða hertar reglur vegna kórónaveirunnar á ný.

 

Sundlaugargestum er bent á eftirfarandi; allt að 100 manns mega vera í sundlauginni í einu, og 4 í hvorum heitum potti.                                  Fólk er áminnt um að virða 2 m. regluna.

 

Líkamsræktin í kjallara Sundlaugarhússins verður lokuð.

 

Þetta gildir meðan almennar fjöldatakmarkanir eru í gildi.

 

Umsjónarmaður íþróttamannvirkja

fimmtudagur 30. j˙lÝá2020

A­alsafna­arfundur 7. ßg˙st

Gufudalskirkja
Gufudalskirkja

Aðalsafnaðarfundur Gufudals- og Reykhólasóknar 2020 verður haldinn föstudaginn 7. ágúst, kl. 17.00 í Reykhólakirkju.

Dagskrá samkvæmt venju.

  1. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
  2. Lagðir fram ársreikningar til samþykktar og umræður um þá.
  3. Kosning aðalmanns og varamanns í kjörnefnd.
  4. Kosning annarra stjórnarmanna.
  5. Kosning endurskoðanda og varamanns hans.
  6. Önnur mál.

Reykhólum 30. júlí,
Guðmundur Ólafsson, formaður sóknarnefndar.

Steinunn ËlafÝa Rasmus
Steinunn ËlafÝa Rasmus

Íbúi ársins var útnefndur á Reykhóladögum, eins og undanfarin ár. Að þessu sinni var Steinunn Ólafía Rasmus kosin. Steinunn, eða Steina eins og flestir kalla hana, hefur verið kennari við Reykhólaskóla undanfarin 35 ár og átt afar farsælan starfsferil, en hún hefur nú látið af störfum.

 

Steina á uppruna á Reykhólum, dóttir Hrefnu Þórarinsdóttur og Hendriks Rasmus, en Hrefna var dóttir Steinunnar Hjálmarsdótttur sem bjó um áratuga skeið á Reykhólum ásamt manni sínum Tómasi Sigurgeirssyni.

 

Steina hefur sagt frá því að þegar hún fluttist að Reykhólum, nýráðin kennari, kom yfir hana sú tilfinning að nú væri hún komin heim.

 

Það er óhætt að segja að hún er ákaflega vel komin að þessari útnefningu, -eins og raunar öll sem hana hafa hlotið- og eru henni færðar innilegustu hamingjuóskir og þakkir fyrir frábær störf.

 

Kvöldvakan sem auglýst var í Hvanngarðabrekkunni kl. 20:00 verður færð inn í íþróttahús vegna veðurs.

SÝ­a 1 af 635

Atbur­adagatal

« ┴g˙st 2020 »
S M Ů M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31