Tenglar

mi­vikudagur 27. jan˙ará2021

Verum ß ver­i - hŠttur Ý umhverfinu

Vi­ Va­alfj÷ll (myndavÚlinni er ekki halla­, ■etta er svona). mynd MM
Vi­ Va­alfj÷ll (myndavÚlinni er ekki halla­, ■etta er svona). mynd MM
1 af 2

Um áramótin vorum við minnt herfilega á að náttúruvá gerir stundum ekki boð á undan sér. Skriðuföll á Seyðisfirði hafa sópað burtu aldargamalli byggð. Á sama tíma var fólk á Reyðarfirði beðið um að yfirgefa hús sín til að koma í veg fyrir manntjón ef skriður skyldu einnig fara af stað ofan við þá byggð. Slíkar viðvaranir og rýmingu kannast Vestfirðingar við, en þá tengt snjóflóðum. Fyrir rúmu ári féll síðasta alvarlega snjóflóðið á Vestfjörðum og olli eignatjóni, einkum á höfninni á Flateyri.

 

Meiri úrkoma, hvassari vindar, hærri sjávarstaða og meiri öfgar í veðurfari eru fylgifiskar hlýnunar loftslagsins, ríkjandi vindáttir geta breyst og vatnsflaumur ógnað vegum og brúm. 

 

Við í Umhverfisvottuðum Vestfjörðum viljum rifja upp að áættugreining er hluti af vinnunninni til þess að fá umhverfisvottun. Við reynum að sjá fyrir áhættuna sem fylgir þessum breytingum og fyrirbyggja hættuna. Snjóflóðavarnir eru dæmi um fyrirbyggjandi aðgerðir. Þær voru settar upp af gefnu tilefni og hafa nú þegar bjargað bæði lífum og eignum. En haldið þið að fleiri eða annarskonar hættur gætu verið í uppsiglingu?  Vitið þið til þess að vatnsból eða vatnsveitur, fráveita, bæir, vegir eða brúarhol, hafnir, strendur, rafmagnslínur eða lagnir séu í hættu?

 

Umhverfisvottaðir Vestfirðir hvetja alla íbúa til að líta sér nær og taka eftir hættum og hjálpast að við að koma í veg fyrir tjón. Samkvæmt sérfræðingum um loftslagsvá er ódýrara að fyrirbyggja en að bíða aðgerðarlaus. Við sitjum öll uppi með loftslagsvá og allir geta hjálpast að við að safna hugmyndum um aðgerðirnar sem gæti þurft að fara í.

 

Skrifið athugasemdir á fésbókarsíðuna: Umhverfisvottaðir Vestfirðir ef þið vitið um einhverjar hættur í sveitarfélaginu sem hægt væri að fyrirbyggja. Eða sendið mér línu!

 

 

María Maack verkefnastjóri Umhverfisvottaðra Vestfjarða

maria@nave.is

laugardagur 23. jan˙ará2021

Ůorraäblˇtsôannßll ßrsins 2020

═ ■ß g÷mlu gˇ­u...
═ ■ß g÷mlu gˇ­u...
1 af 2

Þó ekki sé hægt að sinni að halda hefðbundið þorrablót (ef það er eitthvað hefðbundið í þeim efnum), þá er samt hægt að gera sér dagamun og hafa gaman. Þorrablótsnefndin birtir hér annál, sem auðvitað er í sínu gildi sem sagnfræðiheimild. Þessi annáll ber sterk höfundareinkenni Sveins á Skálanesi, en hann er meðal fremstu annálsritara hreppsins.


Ef annállinn væri fluttur „live“ væri atriðum skotið inn, en núna gefst kostur á að nota ímyndunaraflið og sjá fyrir sér hlutina í spéspegli.


Hefst þá lesturinn:


Viðvörun !! æskilegt er að neyta löglegs vímugjafa fyrir lesturinn t.d. 3 - 4 bjóra.


Nú þegar ljóst er að fokið er í öll skjól með þorrablótshald á þessu ári finnst okkur samt nauðsynlegt að gera upp árið 2020 með dálitlum annál, svo það týnist ekki alveg innan um bóluefni og sprautunálar þessa árs !


Ekki svo að skilja að við höfum ekki reynt að fá að halda blót. Það er að segja strax síðast liðið haust báðum við um undanþágu til sóttvarnarlæknis og bentum á góðan árangur okkar hér í Reykhólahreppi, en að því við best vitum hefur ekkert smit greinst í hreppnum.


Svar barst fyrir jól þar sem sóttvarnarlæknir spurði okkur hvort við gætum ábyrgst • að það yrði ekki skafrenningskóf eða kófbylur á þorrablótsdaginn, þó sér í lagi eftir að blótinu lyki  

 • að ekki yrði boðið upp á kófreyktan mat,

 • hvort við gætum passað að enginn yrði kófsveittur

 • hvort við gætum komið í veg fyrir að fólk kófreykti utan húss

 • og síðast en ekki síst mátti enginn verða kófdrukkinn.


Ef ekki þá væru þetta allt of mörg kófatriði.


Töldum við tæpast hægt að standa við neinn af þessum afarkostum.


 

...
Meira
fimmtudagur 21. jan˙ará2021

Helga og Addi opna verslun ß Reykhˇlum

Arn■ˇr Sigur­sson og Helga Gu­mundsdˇttir, mynd HG
Arn■ˇr Sigur­sson og Helga Gu­mundsdˇttir, mynd HG
1 af 2

Eins og kunnugt er var versluninni á Reykhólum lokað og rekstri Hólabúðar og 380 Restaurant hætt í byrjun október á síðasta ári. Í framhaldi af því var húsnæði verslunarinnar, sem er í eigu sveitarfélagsins auglýst til leigu. Ein umsókn barst, frá Helgu Guðmundsdóttur og Arnþóri Sigurðssyni og var gengið til samninga við þau.

 

Það er Helga sem mun stjórna versluninni, sem enn hefur ekki fengið nafn. Eins og áður hefur komið fram, var veittur styrkur á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024, til opnunar og reksturs verslunar á Reykhólum. Það mun létta róðurinn við undirbúninginn.

 

Þau stefna að formlegri opnun 1. apríl, en jafnvel fyrr ef vel gengur að koma hlutunum af stað. Aðspurð segjast þau leggja áherslu á verslunina til að byrja með, því mikilvægast er að koma henni í gang. Þau segjast hlakka mikið til að koma vestur og takast á við þetta verkefni.

 

Eitt mál er þó óleyst, en það er íbúðarhúsnæði fyrir þau sjálf. Þau eru að leita að leiguhúsnæði á Reykhólum eða næsta nágrenni.

 

 

■ri­judagur 19. jan˙ará2021

Myndarlegur styrkur til verslunar ß Reykhˇlum

Reykhˇlar
Reykhˇlar

Úr sjóði sem m.a. er ætlað að styðja við verslun í strjálbýli með verkefnastyrkjum, var samþykkt að veita 5,8 m. kr. styrk til opnunar og reksturs verslunar á Reykhólum.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 12 milljónum króna úthlutað til verslunar í strjálbýli fyrir árið 2021. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum.

 

Verkefnin sem hljóta styrk eru:

 • Hríseyjarbúðin. Verslunin hlýtur styrk að upphæð 1 m.kr.
 • Verslun á Reykhólum. Stofnkostnaður vegna opnunar og reksturs verslunar. Verslunin hlýtur styrk að upphæð 5,8 m.kr.
 • Kauptún, Vopnafirði. Verslunin hlýtur styrk að upphæð 5,2 m.kr.

Nánar á heimasíðu Stjórnarráðsins.

 

mßnudagur 18. jan˙ará2021

Svavar Gestsson lßtinn

Svavar Gestsson
Svavar Gestsson
1 af 2

Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, er látinn 76 ára að aldri. Hann lést aðfaranótt mánudagsins 18. janúar á gjörgæsludeild Landspítalans.

 

Svavar fæddist á Guðnabakka í Stafholtstungum 26. júní. Foreldrar hans voru Gestur Zóphónías Sveinsson og Guðrún Valdimarsdóttir.

 

Eftirlifandi eiginkona Svavars er Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Börn Svavars af fyrra hjónabandi eru Svandís, Benedikt og Gestur, og börn Guðrúnar eru Ragnheiður, Árni og Gunnhildur.

 

Fyrir hálfum öðrum áratug festu þau Svavar og Guðrún kaup á hluta jarðarinnar Hóla, hér í Reykhólahreppi og byggðu þar hús. Heitir þar Hólasel og þaðan er útsýni ótrúlega vítt og fagurt. Þar hafa þau plantað trjám og sinnt hlunnindum í hólmunum úti fyrir landinu.

 

Fjölskyldunni eru færðar innilegustu samúðarkveðjur.

 

f÷studagur 15. jan˙ará2021

═slenskunßm hjß FrŠ­slumi­st÷­inni

Íslenskunámskeið á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða hefjast 18. jan. og 2. feb. eins og kemur fram í meðfylgjandi tilkynningu.

Öll námskeið eru 20 klst. - 10 skipti.

Verð: kr. 28.000.-

Skráning: https://www.frmst.is/nam/tungumal

f÷studagur 15. jan˙ará2021

Vetrarsˇl ß Str÷ndum

Nú eru sex dimmustu vikur vetrar að baki og við erum farin að finna fyrir sólinni rísa á ný. Og þrátt fyrir að Covid hamli okkur frá því að gera almennilegan óskunda (eða kannski bara skunda?) þá ætlum við að gera okkar besta til að fagna rísandi sólu og vaxandi ljósi með söng, kveðskap, sögum, spjalli og almennu æðruleysi.


Því höfum við Vetrarsólarteymið sett niður þessa litlu dagskrá og lofum því að verða enn duglegri á næsta ári með fullt af skemmtilegu!


Linkar fyrir Zoom viðburði eru hér í lýsingunni.

...
Meira
f÷studagur 15. jan˙ará2021

Lions ver­ur me­ ■orrabakka til s÷lu

Þorrabakkar verða til sölu í Reykhólaskóla,

23. janúar eftir kl. 18.00 og 6. febrúar eftir kl. 18.00.

 

Pantanir þurfa að hafa borist miðvikudag 20. janúar og miðvikudag 3. febrúar í netfangið ingvarsam@visir.is eða síma 898 7783.

 

Verð kr. 6.500.- á mann.

 

Lionsklubbur Búðardals Reykhóladeild

 

fimmtudagur 14. jan˙ará2021

BREYTTUR OPNUNART═MI HEILSUGĂSLUNNAR !

Frá og með mánudeginum 18. janúar 2021 verður heilsugæslustöðin í Búðardal opin frá kl. 9:00 til kl. 15:00.

 Ath. að ekki er um skertan opnunartíma að ræða þar sem framvegis verður opið í hádeginu í stað þess að vera opið til kl. 16:00.

 

Opnunartími á Reykhólum verður óbreyttur eða frá kl. 10:00 til kl. 16:00.  

 (með fyrirvara um styttingu í annan hvorn endann eftir aðstæðum)

 

Vegna erinda hafið samband eftir því sem við á:

 

www.heilsuvera.israfræn lyfjaendurnýjun – tímabókanir – skilaboð til læknis

 

Afgreiðsla í Búðardal – sími 432 1450

Afgreiðsla á Reykhólum – sími 432 1460

Vaktsími læknis utan opnunartíma er 1700

Neyðarnúmer fyrir slys og bráðatilfelli er 112

 

mi­vikudagur 13. jan˙ará2021

Vegur og br˙ yfir Ůorskafj÷r­ auglřst

Ůorskafj÷r­ur, ١rissta­ir handan fjar­ar
Ůorskafj÷r­ur, ١rissta­ir handan fjar­ar

Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit, Kinnarstaðir – Þórisstaðir

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í nýbyggingu Vestfjarðavegar á um 2,7 km kafla yfir Þorskafjörð. Innifalið í verkinu er bygging 260 m langrar steyptrar brúar á Þorskafjörð.

Helstu magntölur eru:

Fylling / ferging og vegagerð

 • - Bergskeringar                       171.500 m3
 • - Fylling / ferging                    350.000 m3
 • - Grjótvörn                                  36.700 m3
 • - Styrktarlag                              13.300 m3
 • - Burðarlag                                   5.300 m3
 • - Klæðing                                   23.800 m2
 • - Vegrið                                         2.750 m

Brúarsmíði

 • - Grjótvörn                                  1.300 m3
 • - Brúarvegrið                                 542 m
 • - Gröftur                                     1.300 m3
 • - Fylling                                      1.300 m3
 • - Niðurrekstrarstaurar                 280 stk.
 • - Mótafletir                                5.400 m2
 • - Slakbent járnalögn            214.300 kg
 • - Spennt járnalögn               214.300 kg
 • - Steypa                                     3.900 m3

Verkinu skal að fullu lokið 30. júní 2024.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00, þriðjudaginn 16. febrúar 2021.  

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.

Útboðið er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.

SÝ­a 1 af 646

Atbur­adagatal

« Jan˙ar 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31