Tenglar

ţriđjudagur 16. júlí 2019

Sögurölt á Stađ í Steingrímsfirđi

Fimmtudaginn 18. júlí kl. 19:30 verður vikulegt Sögurölt á dagskránni, en Byggðasafn Dalamanna og Sauðfjársetur á Ströndum stenda fyrir þeim viðburðum í samvinnu við fleiri.

 

Nú verður gengið um holt og hæðir við Stað í Steingrímsfirði, auk þess sem kirkjugarðurinn og Staðarkirkja verða skoðuð. Yfirdrifið er af sögum og sögnum sem tengjast bænum og kirkjunni.

Mæting er heima á Stað.

  

mánudagur 15. júlí 2019

Leiguíbúđir Reykhólahrepps

Reykhólahreppur auglýsir leiguíbúðir lausar til umsóknar. Um er að ræða nýjar íbúðir við Hólatröð og aðrar íbúðir sem kunna að vera lausar eða að losna.


Umsóknir skulu hafa borist á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a eða á tölvupóstfangið sveitarstjori@reykholar.is, fyrir 29. júlí n.k.

 

Staðfesta þarf fyrri umsóknir sem hafa verið sendar inn frá s.l. áramótum.

 

Sveitarstjóri

 

  

mánudagur 15. júlí 2019

Afgreiđsla Landsbankans í júlí og ágúst

Afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum verður opin eftirfarandi daga í júlí og ágúst:


Mánudagurinn  22. júlí verður opið frá 12:00 – 15:00.

Mánudagurinn  29. júlí verður opið frá 12:00 – 15:00.


Þriðjudagurinn 6. ágúst verður lokað vegna sumarleyfa.


Mánudaginn 12. ágúst verður opið frá 12:00 – 15:00.


Mánudaginn 19. ágúst  verður lokað vegna sumarleyfa.


Mánudagurinn 26. ágúst verður opið frá 12:00 – 15:00.


Það er einnig hægt að hafa samband við Landsbankann á Patreksfirði í síma 410-4153.


Kveðja, Ásta Sjöfn

  

sunnudagur 14. júlí 2019

Dagskrá Reykhóladaga 26. - 28. júlí

Föstudagur 26. :

15:00  Setning Reykhóladaga og Kassabílarallý á Hellisbrautinni

17:00  Þarabolti

19:30  Kíktu í kofann

20:00  Sundlaugarpartý 13-17 ára

22:00  Viðburður í Sjávarsmiðjunni


Laugardagur 27. :

10:00  Litardýrðarhlaup Reykhóladaga

13:00  Dráttarvélar

Skrúðganga, dráttarvélakeppnin og læðutog.

15:00-16:30 Markaður í íþróttahúsinu

16:00-18:00  Karnival (hoppukastalar, hæfileikakeppni, loftboltar o.fl.)

18:00  Hlé á dagskrá

20:00  Kvöldvaka

21:00-22:00 B arnaball

23:00  Dansleikur með hljómsveitinni Mannamótum, 18 ára aldurstakmark. Miðaverð 2500


Sunnudagur 28. :

200 ára minningardagskrá um Jón Thoroddsen

14:00  Setning minningarhátíðar

14:15  Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fer yfir verk Jóns

15:00  Tónlistarflutningur.

Hera Björk og Björn Thoroddsen, þar sem flutt verða meðal annars efni eftir Jón Thoroddsen

  

föstudagur 12. júlí 2019

200 ára minning Jóns Thoroddsen

Jón Thoroddsen
Jón Thoroddsen
1 af 2

Sunnudaginn 28. júlí verður þess minnst að um þessar mundir eru liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Thoroddsen, - heimildum virðist ekki bera saman hvort hann var fæddur 1818 eða 19 -. Á þeirri dagskrá koma m. a. fram Hera Björk og Björn Thoroddsen, og flytja efni eftir hann.

 

 

miđvikudagur 10. júlí 2019

Vantar notuđ dagblöđ á Hlunnindasýningunni

Á Hlunnindasýningunni vantar heilmikið af gömlum dagblöðum, til að nota við þurrkun á þangi.  

Jamie Lee er að vinna og þurrka þörunga og þang til að nota á sýningunni.


Það væri afar vel þegið ef sveitungarnir gætu safnað dagblöðum og látið hana hafa á Hlunnindasýningunni í staðinn fyrir að setja þau í gáminn.


Jamie getur sótt ef einhver heldur til haga blöðum á leiðinni milli Króksfjarðarness og Reykhóla.

 

  

miđvikudagur 10. júlí 2019

Tilkynning frá 380 Restaurant

Það er fullbókað á föstudaginn og því ekki hægt að panta take away það kvöld.

  

miđvikudagur 10. júlí 2019

Íbúi ársins í Reykhólahreppi - tilnefningar

Ingibjörg Kristjánsdóttir
Ingibjörg Kristjánsdóttir
1 af 4

Nú er komið að því að velja íbúa ársins. Ef þið viljið tilnefna íbúa ársins þá er tekið við tilnefningum til 20. júlí. :)


Senda má tilnefningar á netfangið: johanna@reykholar.is


  ...
Meira
1 af 3

Nýkomin er út Svefneyingabók eftir Þórð Sveinbjörnsson.


Þórður fæddist í Svefneyjum árið 1941 og átti þar heima til 17 ára aldurs. Hann lýsir hér á eftirminnilegan hátt bernskuárum sínum frá sjónahóli ungs drengs og segir frá búskaparháttum um miðja 20. öldina, svo og ýmsum atburðum.


Meðal annars er kafli þar sem sagt er frá ferð á sumarhátíð í Bjarkalundi þegar Þórður er á 14. ári, og er óhætt að segja að margt hafi komið ungum samkomugesti undarlega fyrir sjónir á því balli.  

 

Frá landnámi eyjanna og til okkar daga hefur margt á dagana drifið og hefur höfundur viðað að sér ýmsum heimildum sem varpa ljósi á mannlífið þar í aldanna rás.

 

 Bókina prýðir fjöldi mynda af fólki, fallegri náttúru eyjanna, bátum og fuglalífi sem þar er ríkulegt.


Bókin er til sölu í Upplýsingamiðstöðinni á Reykhólum og í Handverksmarkaðnum í Króksfjarðarnesi.

Einnig hjá höfundi í síma 699 2400 og gisting@gisting.is

 

  

mánudagur 8. júlí 2019

Losun rotţróa í nćstu viku

mynd af hrt.is
mynd af hrt.is

Von er á rotþróalosunarbíl til Reykhóla í næstu viku.

Þeir í sveitarfélaginu sem vilja láta tæma hjá sér rotþrær eru beðnir að láta vita  á skrifstofu hreppsins, s. 430 3200.

 

  

Síđa 1 af 606

Atburđadagatal

« Júlí 2019 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31