Tenglar

DŠtur og synir hÚra­sins - ˙r řmsum ßttum

Hér efst eru nöfn í stafrófsröð. Smella má á nafn til að fá upp viðkomandi síðu. Að öðru leyti má rúlla niður og skoða þannig allt á þessari vefsíðu. Yfirskriftin Dætur og synir héraðsins er ekki alls kostar nákvæm. Þannig geta Grettir Ásmundarson og þeir fóstbræður Þorgeir Hávarsson og Þormóður Kolbrúnarskáld ekki kallast synir héraðsins þó að hér á meðal sé tekinn kaflinn úr Grettlu um fræga veturvist þeirra saman á Reykhólum. Og landnemana mætti víst fremur kalla feður og mæður héraðsins ...

Ari Arnalds frá Hjöllum í Þorskafirði
Alþingismannatal.


Björn Jónsson ritstjóri og ráðherra frá Djúpadal
Alþingismannatal.


Eiríkur Ó. Kúld úr Flatey á Breiðafirði
Alþingismannatal.

 

Fólkið á Reykhólum á fyrsta áratug 20. aldar

Upplýsinga leitað um Reykhólafólk árið 1903 o.fl.


Grettir Ásmundarson og fóstbræður - veturvist á Reykhólum
Grettis saga.


Guðmundur Einarsson úr Skáleyjum á Breiðafirði
Alþingismannatal.


Halla Eyjólfsdóttir frá Gilsfjarðarmúla - Halla á Laugabóli
Æviágrip flutt á bókmenntakvöldi á Reykhólum 5. mars 2010.


Herdís Andrjesdóttir skáldkona úr Flatey á Breiðafirði
Minningargrein eftir dr. Sigurð Nordal prófessor, Morgunblaðið 3. maí 1939.


Herdís og Ólína Andrésdætur úr Flatey - „Þar sitja systur“
Grein eftir Ármann Jakobsson bókmenntafræðing, Lesbók Morgunblaðsins 17. ágúst 1996.


Játvarður Jökull Júlíusson bóndi og fræðimaður á Miðjanesi í Reykhólasveit - „Kannski glórulaus ofdirfska“
Morgunblaðið 14. júlí 1985.


Jón Thoroddsen skáld og sýslumaður frá Reykhólum
Minnisvarði afhjúpaður á Reykhólum 2006.


Landnámsfólk í héraðinu
Landnámabók (Sturlubók).


Matthías Jochumsson frá Skógum í Þorskafirði
Formáli Jóhannesar úr Kötlum að Gullregni úr ljóðum Matthíasar Jochumssonar árið 1966.


Ólafur Sívertsen í Flatey á Breiðafirði
Alþingismannatal.


Ólína Andrjesdóttir skáldkona úr Flatey á Breiðafirði
Minningargrein eftir sr. Jón Auðuns, Morgunblaðið 26. júlí 1935.

 

__________________________

Reykhˇlafˇlk 1903.
Reykhˇlafˇlk 1903.
1 af 3

Garðyrkjufræðingurinn landskunni Hafsteinn Hafliðason á ættir að rekja að Reykhólum. Hann sendi vefnum til birtingar ljósmynd sem tekin var af Reykhólafólki árið 1903 og óskar eftir liðsinni við að bera kennsl á ýmsa í hópnum. Sumt af því fólki sem helst kynni að geta lagt þessu lið er væntanlega nokkuð við aldur og e.t.v. ekki mikið í tölvum. Þess vegna er mælst til þess að þeir sem sterkari eru á því svelli láti vita af þessari fyrirspurn og aðstoði við að skoða myndirnar sem hér fylgja. Hafsteinn sendi líka ljósmynd af Reykhólafjölskyldunni árið 1908, sem hér fylgir (nánar hér neðar).

...
Meira
fimmtudagur 7. aprÝlá2011

Kannski glˇrulaus ofdirfska

Jßtvar­ur J÷kull J˙lÝusson ß Mi­janesi og kona hans Rˇsa Hj÷rleifsdˇttir.
Jßtvar­ur J÷kull J˙lÝusson ß Mi­janesi og kona hans Rˇsa Hj÷rleifsdˇttir.
1 af 4

Játvarður Jökull Júlíusson á Miðjanesi í Reykhólasveit er búinn að fá sér tölvu - og er að skrifa á hana. Þætti ekki tíðindum sæta við venjulegar aðstæður, en Játvarður Jökull situr í hjólastól, lamaður upp að hnjám og öxlum og hefur hvorki not af höndum né fótum. Í staðinn notar hann tréstaut með gúmmíi á endanum og stjórnar honum með munninum einum. Stórkostlegt að horfa á hann, ekki aðeins skrifa á tölvuna heldur líka við að fletta með þessum hætti blöðum og jafnvel taka þau úr og setja þau götuð í bréfamöppu. Hann var nýkominn heim að Miðjanesi í Reykhólasveit frá Reykjalundi, þar sem hann hafði m.a. verið að fá þessa rittölvu og þjálfast í að nota hana, þegar blaðamaður Mbl. var þar á ferð.

...
Meira
sunnudagur 3. aprÝlá2011

Ëlafur SÝvertsen Ý Flatey

F. á Núpi í Haukadal í Dalasýslu 24. maí 1790, d. 27. maí 1860. For.: Sigurður Sigurðsson (f. 1763, d. 11. maí 1826) síðar bóndi á Fjarðarhorni í Hrútafirði og k. h. Katrín Þorvaldsdóttir (f. 1766, d. 26. jan. 1819) húsmóðir. Bróðir Þorvalds Sívertsens alþm., faðir Eiríks Kúlds alþm. og Katrínar konu Guðmundar Einarssonar alþm. K. (6. okt. 1821) Jóhanna Friðrika Eyjólfsdóttir (f. 31. maí 1798, d. 23. ágúst 1865) húsmóðir. For.: Eyjólfur Kolbeinsson og k. h. Anna María Pétursdóttir Kúld. Börn: Eiríkur Kúld (1822), Katrín (1823), Eggert Theodór (1829).

...
Meira
sunnudagur 3. aprÝlá2011

EirÝkur Ë. K˙ld ˙r Flatey

F. í Flatey á Breiðafirði 12. júní 1822, d. 19. júlí 1893. For.: Ólafur Sívertsen (f. 24. maí 1790, d. 27. maí 1860) alþm. og k. h. Jóhanna Friðrika Eyjólfsdóttir (f. 31. maí 1798, d. 23. ágúst 1865) húsmóðir. K. (17. júní 1844) Þuríður Kúld (f. 2. nóv. 1823, d. 26. des. 1899) húsmóðir. For.: Sveinbjörn Egilsson og k. h. Helga Benediktsdóttir Gröndal. Systir Egils Egilsonar alþm. Börn: Jóhanna Friðrika (1845), Sveinbjörn Egilsson (1846), Helga Ragnhildur (1847), Ólafur (1849), Ólavía Helga (1852), Árni (1855), María Katrín (1856), Sveinbjörn Ólafur Árni (1857), Brynjólfur Þorvaldur (1864).

...
Meira
sunnudagur 3. aprÝlá2011

Gu­mundur Einarsson ˙r Skßleyjum

F. í Skáleyjum 25. (kb. 27.) mars 1816, d. 31. okt. 1882. For.: Einar Ólafsson (f. um 1760, d. 17. júlí 1843) bóndi þar og k. h. Ástríður Guðmundsdóttir (f. um 1771, d. 3. des. 1865) húsmóðir. Tengdafaðir Skúla Thoroddsens alþm. K. (3. nóv. 1843) Katrín Ólafsdóttir Sívertsen (f. 3. júní 1823, d. 9. júní 1903) húsmóðir. For.: Ólafur Sívertsen alþm. og k. h. Jóhanna Friðrika Eyjólfsdóttir. Systir Eiríks Ó. Kúlds alþm. Börn: Ólafur (1844), Þórhildur (1845), Ástríður (1846), Ástríður (1847), Ólafur (1849), Jóhanna Friðrika (1850), Rögnvaldur (1851), Hildiþór (1852), Einar (1854), Daníel (1855), Ásthildur Jóhanna (1857), Theodora (1860), Ólafur Sívertsen (1861), Theodora Friðrika (1863), Eiríkur Kúld (1866).

...
Meira
sunnudagur 3. aprÝlá2011

Landnßmsfˇlk Ý hÚra­inu

Úlfur hinn skjálgi (rangeygi) son Högna hins hvíta nam Reykjanes allt milli Þorskafjarðar og Hafrafells (og bjó á Miðjanesi); hann átti Björgu dóttur Eyvindar austmanns, systur Helga hins magra. Þeirra son var Atli (hinn) rauði, er átti Þorbjörgu systur Steinólfs (hins) lága. Þeirra son var Már á Hólum (Reykhólum); hann átti Þorkötlu dóttur Hergils hnapprass; þeirra son var Ari.

...
Meira

Þeir fóstbræður gengu til húss því að hvorigir vildu veita öðrum að sínu hlutverki. Þorgils spyr að Gretti en þeir sögðu hvar þeir höfðu skilið. Hann sendi þá menn á móti honum og er þeir komu ofan undir Hellishóla sáu þeir hvar maður fór í móti þeim og hafði naut á baki og var þar kominn Grettir og bar þá uxann. Undruðust þá allir hversu mikið hann gat orkað. Lék Þorgeiri næsta öfund á um afl Grettis.

...
Meira
Minnismerki Jˇns Thoroddsens. Reykhˇlakirkja Ý baksřn.
Minnismerki Jˇns Thoroddsens. Reykhˇlakirkja Ý baksřn.
1 af 6

Flestir Íslendingar kunna eða þekkja ýmis af kvæðum Jóns Thoroddsens, svo sem Barmahlíð (Hlíðin mín fríða), Vorvísu (Vorið er komið og grundirnar gróa) og Ísland (Ó, fögur er vor fósturjörð). Heiðurssessinn í íslenskri bókmenntasögu skipar Jón Thoroddsen þó vegna skáldsagna sinna, en á því sviði var hann brautryðjandi hérlendis. Skáldsagan Piltur og stúlka sem út kom árið 1850 telst fyrsta nútímaskáldsagan á íslensku en Jóni entist hins vegar ekki aldur til að ljúka við skáldsöguna Mann og konu, sem kom út nokkru eftir andlát hans. Sögupersónurnar Gróa á Leiti og séra Sigvaldi lifa enn góðu lífi í vitund íslensku þjóðarinnar og sálareinkenni þeirra búa enn í dag í mörgu fólki.

...
Meira
fimmtudagur 31. marsá2011

VÝ­fe­mi andans

MatthÝas Jochumsson. Teikning Olav Rusti 1911.
MatthÝas Jochumsson. Teikning Olav Rusti 1911.

Enda þótt séra Matthías ætti lengstum við vinsældir safnaðanna að búa í klerkdómi sínum og ekkert síðari tíma skáld hafi ort innilegri trúarljóð en hann, þá átti hann oftlega í hörðu sálarstríði á þeim vettvangi. Andlegt víðfeðmi hans var slíkt, að hann átti jafnan örðugt með að sætta sig við „bókstaf fræðanna“ og var af þeim sökum stundum litinn hornauga af rétttrúaðri stéttarbræðrum sínum. Svipuðu máli gegndi um þjóðmálaviðhorf hans: einnig þar kunni hann lítt að hlíta fastmótuðum stefnuskrám og kaus heldur að vera menningarlegur mannasættir en flokkastreitumaður.

...
Meira

F. á Hjöllum í Gufudalssveit 7. júní 1872, d. 14. apríl 1957. For.: Jón Finnsson (f. 2. maí 1830, d. 28. des. 1917) bóndi þar og k. h. Sigríður Jónsdóttir (f. 29. ágúst 1831, d. 27. sept 1914) húsmóðir. Afi Ragnars Arnalds alþm. og ráðherra. K. (10. okt. 1908) Matthildur Einarsdóttir Kvaran (f. 29. sept. 1889, d. 27. jan. 1980). Þau skildu. For.: Einar H. Kvaran, bróðir Sigurðar H. Kvarans alþm., og 2. k. h. Gíslína Kvaran. Synir: Sigurður (1909), Einar (1911), Þorsteinn (1915).

...
Meira
Fyrri sÝ­a
1
2NŠsta sÝ­a
SÝ­a 1 af 2

Atbur­adagatal

« Jan˙ar 2019 »
S M Ů M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31