Tenglar

fimmtudagur 4. desember 2014

Sáttin rofin!

Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti Vinstri grćnna í NV-kjördćmi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti Vinstri grćnna í NV-kjördćmi.

Stundum trúir maður ekki einhverju fyrr en maður tekur á því. Það átti við um mig, sem er 1. varaformaður atvinnuveganefndar, en nefndin hefur verið með til umfjöllunar þingsályktunartillögu um vernd og nýtingu landsvæða, tillögu verkefnastjórnar 3. áfanga rammaáætlunar um að færa Hvammsvirkjun úr biðflokki í nýtingarflokk. Um þá tillögu ríkir langt í frá sátt, en hún hefur þó farið í gegnum þá faglegu ferla sem lög um rammaáætlun kveða á um og er nú í umsagnarferli og í meðferð atvinnuveganefndar.

...
Meira
laugardagur 11. október 2014

Mótvćgisađgerđir viđ ríkisstjórnina!

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Verandi nýkomin úr kjördæmaviku er þetta það sem kemur upp í hugann eftir fundi með sveitarstjórnarmönnum og heimamönnum í Norðvesturkjördæmi. Kjördæmið er að mörgu leyti ólíkt innbyrðis hvað atvinnu og samgöngur snertir en skilaboð og áherslur til okkar þingmanna voru gegnumgangandi þessi: „Leyfið því að standa og þróast áfram sem vel hefur tekist til og byggið áfram á þeim grunni þótt fyrri ríkisstjórn hafi komið því á legg, og takið á með okkur íbúunum í uppbyggingu innviða samfélagsins.“

...
Meira
föstudagur 3. október 2014

Ráđalaus ríkisstjórn!

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Allt virðist ætla að verða þessari ríkisstjórn að ógæfu. Það er eins og að hún sé ekkert í tengslum við almenning í landinu. Ákvarðanatökur hennar lýsa skilningsleysi og skeytingarleysi um kjör þess hluta þjóðarinnar sem þarf að hafa sig allan við til að ná endum saman. Auðveldara reynist henni að sýna samstöðu með þeim efnameiri og stórútgerðarfyrirtækjum landsins, sem vafin eru í bómull og hlíft við samfélagslegri ábyrgð með því að greiða ekki sjálfsagða skatta og auðlindarrentu. Samráð virðist ekki vera til í hennar orðabók, hvorki við stjórnarandstöðu, sveitarfélög né aðila vinnumarkaðarins.

...
Meira
Dýrfirđingarnir Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson.
Dýrfirđingarnir Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson.

Bjarni G. Einarsson og Hallgrímur Sveinsson skrifa:


Flestir landsmenn munu nú kannast við hugmyndir um lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg í Þorskafirði. Framtíðarlega Vestfjarðavegar um Gufudalssveit er í algerri óvissu eftir að svokölluð Skipulagsstofnun gerði Vegagerðinni ljóst að hún myndi ekki fallast á að vegur um Teigsskóg færi í nýtt umhverfismat með breyttri veglínu.

...
Meira
ţriđjudagur 18. mars 2014

Ágrip af sögu Barđstrendingafélagsins

Ólína Kristín Jónsdóttir, formađur Barđstrendingafélagsins í Reykjavík.
Ólína Kristín Jónsdóttir, formađur Barđstrendingafélagsins í Reykjavík.

Rétt er að byrja á upphafinu, en það var fyrir sléttum 70 árum, að kvöldi 15. mars 1944, sem stofnfundur Barðstrendingafélagsins var haldinn í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Deilur innan Breiðfirðingafélagsins munu hafa átt verulegan þátt í að félagið var stofnað á þessum tíma. Ekki voru allir á eitt sáttir um áform Breiðfirðinga að fara í framkvæmdir í Reykjavík, til dæmis að kaupa og reka félagsheimili og veitingahús. Var það tilgangur átthagafélags? Hópur fólks sagði því skilið við Breiðfirðingafélagið og fór að skoða stofnun átthagafélags sem næði yfir báðar Barðastrandarsýslurnar. Það varð til þess að stofnfundur „brottfluttra úr Barðastrandarsýslu“ var haldinn.

...
Meira
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Það er komið að því að Íslendingar eiga sína hagsmuni undir því að ná samningum um makrílstofninn. Evrópusambandið og Norðmenn hafa ekki verið auðveldir í samningaviðræðum til þessa og engin ástæða til þess að semja við þá. En þeir kostir sem í boði voru að þessu sinni virðast hafa verið álitlegir. Tækifærið var látið renna landsmönnum úr greipum og stærilæti íslensku sendinefndarinnar stuðlaði að því að Færeyingar sömdu við ESB og Norðmenn og náðu ágætum samningi. Staða Íslendinga hefur heldur veikst, en í boði er að ganga inn í gerðan samning á kjörum sem aðrir hafa ákveðið.

...
Meira
Bergsveinn Reynisson.
Bergsveinn Reynisson.

Það hefur legið fyrir í 25 ár, eða alveg frá því að tankarnir í Króksfjarðarnesi voru settir niður, að þeir fengju ekki að vera til eilífðar. Reyndar var þeirra tími liðinn á síðasta ári og því er enn sérstakara að þeir þurfi að fara akkúrat núna í dag. Að vísu athugaði N1 ekkert hjá viðkomandi yfirvöldum hvort þeir mættu vera í notkun fram á haustið, það var ekki einu sinni vilji til að skoða það.

...
Meira
fimmtudagur 13. mars 2014

Upp međ Fćreyjar og Grćnland!

Grćnlenskir skákkrakkar međ íslenska fánann. Myndin fengin af Facebooksíđu skákfrömuđarins Hrafns Jökulssonar.
Grćnlenskir skákkrakkar međ íslenska fánann. Myndin fengin af Facebooksíđu skákfrömuđarins Hrafns Jökulssonar.

Við förum þess eindregið á leit við fjölmiðla og fréttamenn á Íslandi, að þeir birti oftar fréttir og frásagnir frá næstu nágrönnum okkar, Færeyjum og Grænlandi. Þetta eru frændur okkar og bestu vinir. Það er ekki vansalaust að við skulum ekki vita meira um þeirra hag en raun ber vitni. Hvað eru þeir að bardúsa svona dags daglega og hvernig er mannlífið hjá þeim?

...
Meira
Ţórunn H. Sveinbjörnsdóttir.
Ţórunn H. Sveinbjörnsdóttir.

Það hefur æ oftar komið fram á fundum hjá aðildarfélögum Landssambands eldri borgara hversu mikilvægt er að við fáum „umboðsmann aldraðra“. Í umræðunni hefur verið bent á að æði mörg og margvísleg mál gætu borist til umboðsmanns aldraðra. Fyrirspurnir, ábendingar og hreinlega kærur þar sem menn telja rétt sinn brotinn. Það er líka rétt að það komi fram, að barist hefur verið fyrir því að fá umboðsmann aldraðra árum saman á meðan aðrir hagsmunahópar hafa fengið talsmann eða umboðsmann. Á undanförum árum hefur t.d. ítrekað verið farið í kringum réttindi eldri borgara um að fá sambærilegar kjarabætur og aðrir. Erfið varnarstaða kemur þá upp þar sem þessi hópur hefur ekki kjarasamningsrétt.

...
Meira
fimmtudagur 27. febrúar 2014

Ráđherrarnir vega ađ lýđrćđinu

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Mótmælin við Austurvöll snúast um lýðræðið, grundvöllinn að friðsamlegu samfélagi á Íslandi. Krafist er þess að ríkisstjórnin virði leikreglurnar og feli þjóðinni að taka ákvörðun í máli, sem hún vill fá að ráða. Framhald ESB-viðræðna er mál sem fyrir liggur skv. öllum könnunum að almenningur vill að verði. Skjalfest liggur fyrir að meirihluti núverandi ráðherra hét því í kosningabaráttunni í fyrra, að lagt yrði fyrir almenning að taka ákvörðun um það hvort viðræðum yrði haldið áfram. Þá sögðu þeir allir að vilji þjóðarinnar yrði virtur. Það er samkvæmt forsendum lýðræðisins.

...
Meira

Atburđadagatal

« September 2018 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30