Tenglar

mi­vikudagur 9. septemberá2015

Flatey og Reykhˇlahreppur

Jˇhannes Geir GÝslason.
Jˇhannes Geir GÝslason.

Á Reykhólavefnum nýlega var nafn mitt nefnt og ég titlaður gæfumaður, sem ég að vísu tel vera í hálfkæringi gert og tel stafa af því að álitsgjafi er mér ósammála um málefni. Það sem hann fjallaði um var: Á Flatey að tilheyra Reykhólahreppi? Á sínum tíma þegar allir fimm hreppar Austur-Barðastrandarsýslu voru sameinaðir í eitt sveitarfélag var það kennt við Reykhóla, sem ég taldi þá og tel enn að hafi ekki verið gæfuspor. Ég taldi þá og tel enn að gæfulegra sé að nafn sveitarfélags spanni svæði þess. Höfuðbólalotning á að heyra sögunni til. Ég lenti í því að vera forsvarsmaður eyjamanna, þ.e. Flateyjarhrepps, en taldi þá og tel enn að það hafi komið til af því að ég hafi verið álitinn meinlausastur þeirra sem til álita komu.

...
Meira
Erla ١rdÝs Reynisdˇttir.
Erla ١rdÝs Reynisdˇttir.

Fyrir mörgum árum sameinuðust fimm hreppar í Austur-Barðastrandarsýslu í eitt sveitarfélag, sem hlaut í kosningu nafnið Reykhólahreppur. Þetta var gert í kosningu og meirihlutinn ræður í kosningum, en sjaldnast eru allir á einu máli og þess vegna ræður meirihlutinn. Síðan þá erum við íbúar hreppsins samfélag. Í samfélagi eru allir jafnir og sömu skyldur hvíla á okkur öllum og enginn er baggi á öðrum. Hér mætti margt betur fara eins og gengur. Allir ættu að hafa færa afleggjara heim til sín á ársgrundvelli, enginn ætti að þurfa að sækja póstinn sinn átta kílómetra þegar aðrir fá hann inn um lúgu, allir ættu að hafa nægt vatn í krönum. Þetta eru bara sanngirnismál í samfélagi, ekki satt?

...
Meira
mi­vikudagur 3. j˙nÝá2015

Nßtt˙rubarnaskˇli ß Str÷ndum

Dagr˙n Ësk Jˇnsdˇttir.
Dagr˙n Ësk Jˇnsdˇttir.
1 af 3

Náttúran er ævintýraheimur. Þar gerast alls konar ævintýri og þar er margt skemmtilegt að sjá og upplifa. Náttúrubarnaskólinn er nýtt verkefni á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum, þar sem börn og fullorðnir læra um náttúruna á fjölbreyttum námskeiðum, með því að sjá, snerta, upplifa og framkvæma. Námskeiðin samanstanda af skemmtilegri fræðslu um það sem er að finna í nágrenninu. Þar er talað um fjöruna og leyndardóma hennar, rekadrumba og þöngulhausa, einnig fugla, seli og plöntur.

...
Meira
laugardagur 25. aprÝlá2015

MakrÝlgjafakvˇti fyrir milljar­a

Lilja Rafney Magn˙sdˇttir.
Lilja Rafney Magn˙sdˇttir.

Ríkisstjórnin hefur lagt fram lagafrumvarp um að lögfesta kvótasetningu á makríl, en hann er ný tegund í íslenskri lögsögu, og einnig verða heimiluð frjáls viðskipti með hann innan sjávarútvegsgreinarinnar. Þessi gjörningur þýðir gjafakvóta fyrir tugi milljarða til aðila í greininni í boði stjórnvalda, á sama tíma og launafólki eru skammtaðar launahækkanir úr hnefa í nafni stöðugleika!

...
Meira
Indri­i ß Skjaldf÷nn.
Indri­i ß Skjaldf÷nn.

Ágæti umhverfisráðherra, Sigrún Magnúsdóttir. Velkomin til starfa og vonandi lætur þú gott af þér leiða í þessu mikilvæga embætti. En þar sem þú ert ættuð frá Bakka í Svarfaðardal þykir mér líklegt að þér finnist mál til komið að fleiri geri þann garð frægan en Gísli, Eiríkur og Helgi. Og nú er tækifærið. Undanfarið hef ég hér í Mbl. fjallað um bágt ástand rjúpnastofnsins, en velferð þessa ágæta fugls er nú í þínum höndum. Ég vænti því þess að þú hafir lesið mín skrif og skal hér eftir megni sneiða hjá endurtekningum. Frá því land byggðist hafa forfeður okkar goldið varhug við refnum og það ekki að ófyrirsynju, enda mikill skaðvaldur í sauðfé og nytjafuglastofnum. Fljótlega eftir að fyrsti og eini veiðistjórinn sem bar það nafn með rentu, Sveinn Einarsson frá Miðdal, hafði safnast til feðra sinna, var lögum breytt í þá veru að líffræðingur ætti að sitja í þessum stól og gengið var ítrekað fram hjá reyndum og fyrirtaks hæfum veiðimönnum.

...
Meira
■ri­judagur 10. marsá2015

Fˇtagaldur ľ rß­ og reynsla

Jˇhannes Geir GÝslason.
Jˇhannes Geir GÝslason.

Í Kastljósi RÚV þann 5. mars var kynning á því hvernig ýmiskonar óprúttni er beitt við sölu varnings til heilsubóta, án vísindalegrar þekkingar að bakgrunni. Þetta er vissulega ekki að ástæðulausu gert og kynnirinn kom vel fyrir. Vafalaust vel metinn í heilbrigðisgeiranum. Hann hafði í höndum ýmsar tegundir vöru sem hann varaði við og talaði um. Meðal annars hafði hann í hendi dós með Fótagaldri Villimeyjar og sýndi án umtals beint. Þetta er tilefni þess að ég sting niður penna.

...
Meira
mi­vikudagur 4. marsá2015

Kvˇtakerfi­ lŠkkar launin

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Kvótakerfið í sjávarútvegi hefur gefið handhöfum kvótans hverju sinni mikið vald. Það hafa þeir notað til þess að hámarka verðmæti kvótans og þar með eigin gróða. Kvótakerfið hefur gefið ágirndinni, einni af höfuðsyndunum, lausan tauminn. Vanrækt hefur verið að setja nauðsynlegar hömlur á gróðasöfnun kvótahafanna á kostnað annarra. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa. Verð á kvóta hefur í nánu samráðu við fjármálastofnanir verið spennt svo hátt að ógerningur er fyrir nýja aðila að koma undir sig fótunum í sjávarútvegi. Það finnst enginn grundvöllur fyrir því að standa undir kaupum á kvóta með þeim tekjum sem aflinn gefur.

...
Meira
sunnudagur 1. marsá2015

Sßtt vi­ hverja?

Lilja Rafney Magn˙sdˇttir.
Lilja Rafney Magn˙sdˇttir.

Nýjasta útspil sjávarútvegsráðherra, að hann treysti sér ekki til að leggja fram nýtt fiskveiðstjórnunarfrumvarp sökum ósamkomulags á milli stjórnarflokkanna, hefur vakið mikla athygli þjóðarinnar og kristallast þar sá mikli ágreiningur sem ríkir um eignarhald og ráðstöfunarrétt á þessari sameiginlegu sjávarauðlind landsmanna. Þegar byrjað er að ræða um kvótakerfið svokallaða lokast oftar en ekki eyru þeirra sem ekki hafa beina hagsmuni af sjávarútvegi og mörgum þykir málið flókið og illskiljanlegt. Erfitt reynist að keppa við þá miklu áróðursmaskínu sem samtök í sjávarútvegi setja jafnan í gang þegar þeim þykir sínum hagsmunum ógnað og gleymist seint sú herferð og heimsendaspá sem lýst var yfir af LÍÚ á síðasta kjörtímabili þegar reynt var að bylta kvótakerfinu.

...
Meira
f÷studagur 13. febr˙ará2015

Misskiptingin klřfur ■jˇ­ina

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Þeir ríku verða ríkari með hverju árinu sem líður. Þeim sem eiga erfitt að veita sér sómasamleg lífskjör fer fjölgandi á sama tíma. Tiltölulega fámennir hópar í þjóðfélaginu hafa sótt sér hærri kauphækkun en almennir kjarasamningar hafa kveðið á um. Enn er þessi þróun í gangi, nú síðast með verkfalli og stórfelldum kauphækkun lækna. Verkafólki er í kjölfarið vísað á 3-4% dyrnar og það gert ábyrgt fyrir efnahagslegum stöðugleika í þjóðfélaginu. Síðustu 20 árin hefur þróunin verið meira og minna stöðugt í þessa átt.

...
Meira
fimmtudagur 5. febr˙ará2015

Hvers vir­i er ═sland?

Lilja Rafney Magn˙sdˇttir.
Lilja Rafney Magn˙sdˇttir.

Náttúrupassi hefur mikið verið í umræðunni undanfarið og frumvarp þar að lútandi hefur nú litið dagsins ljós. Það eru vonandi allir sammála um að stórauknu fjármagni verður að verja til uppbyggingar innviða ferðamannastaða. Annars stefnir allt í óefni og náttúra landsins hlýtur mikinn skaða af. Það er jú vegna náttúrunnar sem stærstur hluti ferðamanna sækir Ísland heim og nýtur þess að ferðast um og skoða fjölbreytta flóru landsins og náttúruperlur. Í dag höfum við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og lög um gistináttagjald. Sjóðurinn er í dag fjársveltur og getur ekki sinnt því hlutverki sínu að vernda og byggja upp þau svæði landsins sem viðkvæm eru fyrir mikilli umferð ferðamanna og eru mörg hver í mikilli niðurníðslu.

...
Meira

Atbur­adagatal

« Oktˇber 2020 »
S M Ů M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31