Tenglar

fimmtudagur 7. jan˙ará2016

Langvinnt barßttumßl komi­ Ý h÷fn

Einar Kristinn Gu­finnsson.
Einar Kristinn Gu­finnsson.

Baráttan fyrir lægri húshitunarkostnaði hefur staðið lengi. Núna getum við fagnað því að mikilvægum áfanga er náð. Með lögum sem tóku gildi nú um áramótin og lögum sem lúta að jöfnuði í orkukostnaði dreifbýlis og þéttbýlis eru stigin stærri og varanlegri skref í þessum efnum en við höfum lengi séð. Þessi lagasetning tryggir tvennt: Annars vegar er komið á jöfnun í orkukostnaði dreifbýlis og þéttbýlis. Hins vegar lækkar orkukostnaður á köldum svæðum mjög verulega og með varanlegum hætti, þar sem kostnaður við flutning og dreifingu orku leggst ekki lengur á notendurna heldur er hann greiddur af samfélaginu í heild. Þarna má segja að við höfum náð lyktum í gömlu og brýnu réttlætismáli.

...
Meira
Lilja Rafney Magn˙sdˇttir.
Lilja Rafney Magn˙sdˇttir.

Í upphafi árs lítum við yfir farinn veg og stígum á stokk og heitum á okkur sjálf að ná árangri í þeim verkefnum sem við erum að kljást við hverju sinni. Á Alþingi eru það fjárlögin sem endurspegla stefnu hverrar ríkisstjórnar og stjórnarandstaðan glímir við að ná fram breytingum á, í takt við stefnu sinna flokka. Stjórnarandstaðan lagðist öll á eitt við að ná fram leiðréttingu á kjörum aldraðra og öryrkja, en það fór sem fór. Ríkisstjórnin sýndi enn og aftur sitt rétta andlit og sannaði að hún þjónar fyrst og fremst efnafólki í landinu og vildi ekki koma til móts við kröfur aldraðra og öryrkja, og hafi hún skömm fyrir!

...
Meira
laugardagur 26. desemberá2015

Jˇlahugvekja MatthÝasar Jochumssonar

B÷­var Jˇnsson og Bridget Ţr McEvoy.
B÷­var Jˇnsson og Bridget Ţr McEvoy.

Fyrir hundrað árum skrifaði séra Matthías Jochumsson djarfa grein í blaðið Íslending, fréttablað sem gefið var út á Akureyri. Hann valdi að birta greinina á aðfangadag og nefndi hana Husein Ali, Messías Persa. Í upphafi greinarinnar dregur hann athygli að þjáningunum í Evrópu sem var í greipum fyrri heimsstyrjaldarinnar: Margur maður, margir foreldrar, sem geyma börn sín í hellum og holum, munu á þessum jólum stara tárvotum augum frá hinum blóðugu fjallbygðum á Balkan yfir til stranda Austurheimsins ... „því frá austurátt kemur frelsi þjóðanna“.

...
Meira
■ri­judagur 8. desemberá2015

Evrˇpumeistarinn sem fÚkk a­ lifa

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Ísfirðingurinn Kristín Þorsteinsdóttir kom heim frá EM á Ítalíu í sundi einstaklinga með Downs-heilkenni sem fimmfaldur Evrópumeistari. Hún setti tvö heimsmet og átta sinnum Evrópumet. Eftir fyrra heimsmetið knúsaði hún mömmu sína og sagði við hana í geðshræringu: Takk fyrir að eignast mig. Óafvitandi hitti Kristín Þorsteinsdóttir naglann beint á höfuðið. Það er ekki sjálfsagt mál að fóstur með Downs-heilkenni fái að þroskast og fæðast.

...
Meira
■ri­judagur 24. nˇvemberá2015

A­f÷r a­ menntun Ý landinu

Lilja Rafney Magn˙sdˇttir.
Lilja Rafney Magn˙sdˇttir.

Það verður að segjast að hinar hrikalegu tölur um fækkun nemenda í framhaldsskólum landsins á milli áranna 2014 og 2015 koma ekki á óvart. Þessi óheillaþróun stafar af þeirri ákvörðun menntamálaráðherra á síðasta ári að meina fólki yfir 25 ára aldur að gerast bóknámsnemendur í framhaldsskólanum í sinni heimabyggð. Eins og vænta mátti var þessari ákvörðun menntamálaráðherra andmælt harðlega, bæði af okkur í stjórnarandstöðunni á Alþingi og einnig af skólastjórnendum. Ráðherra hélt þó sínu striki og nú blasa afleiðingar ráðstafana hans við.

...
Meira
fimmtudagur 22. oktˇberá2015

Stˇrar ߊtlanir kalla ß spurningar

Jˇn Einar Jˇnsson.
Jˇn Einar Jˇnsson.

Undanfarið rúmt ár hefur verið rætt að skera þang og þara til vinnslu úr grunnsævi Breiðafjarðar. Síðan virðast enn fleiri aðilar vilja sækja í botn Breiðafjarðar til slíkrar vinnslu og stórar tölur nefndar í tonnum af lönduðum þara og þangi. Nefnd hefur verið fimmföld núverandi þarataka Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum sem mögulegt markmið í þeim efnum. Þessir „skógar sjávar“ eru hins vegar undirstaða alls lífs í Breiðafirði. T.d hrygnir grásleppan í þaraskógunum og æðarkollan elur unga sína í klóþangsbreiðunum. Fari menn of geyst í þara- og þangtöku mun það raska tilveru lífríkisins sem er samfélagi okkar svo nákomið. Það er nú einu sinni náttúran sem gerir þennan stað að því sem hann er.

...
Meira
fimmtudagur 15. oktˇberá2015

Tekist ß um rammaߊtlun

Lilja Rafney Magn˙sdˇttir, oddviti Vinstri grŠnna Ý NV-kj÷rdŠmi.
Lilja Rafney Magn˙sdˇttir, oddviti Vinstri grŠnna Ý NV-kj÷rdŠmi.

Gríðarleg átök urðu um rammaáætlun á síðasta þingi þegar meirihluti atvinnuveganefndar gerði það að tillögu sinni, að farið yrði í fleiri virkjanakosti en verkefnastjórn þriðja áfanga hafði lagt til við ráðherra að yrðu nýttir. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, hafði áður sett átta virkjunarkosti í flýtimeðferð og tók með því fram fyrir hendur verkefnisstjórnarinnar, sem lagði einungis til að Hvammsvirkjun færi í nýtingarflokk.

...
Meira
laugardagur 26. septemberá2015

Sam■j÷ppun Ý mjˇlkurframlei­slu!

Lilja Rafney Magn˙sdˇttir, oddviti VG Ý NV-kj÷rdŠmi.
Lilja Rafney Magn˙sdˇttir, oddviti VG Ý NV-kj÷rdŠmi.

Mikil þróun og framfarir hafa verið í kúabúskap og mjólkurframleiðslu undanfarin ár. Búin hafa stækkað og tækniframfarir orðið miklar og mörg bú hafa tekið róbóta í sína þjónustu. Er það ánægjulegt og mikilvægt að greinin geti þróast og vaxið svo hún geti orðið sem best samkeppnisfær við aukinn innflutning og aukið vöruúrval og þjónað neytendum sem best. Sá hluti búvörusamningsins sem snýr að mjólkurframleiðslunni rennur út í lok næsta árs og undirbúningur að gerð nýs samnings er hafinn. Í því ljósi vakna ýmsar spurningar um hvernig stuðningi við greinina verði háttað í nýjum búvörusamningi þar sem miklar breytingar hafa verið í greininni undanfarin ár.

...
Meira
mi­vikudagur 23. septemberá2015

Landsbygg­argleraugun og ■jˇ­arkakan

Lilja Rafney Magn˙sdˇttir, oddviti Vinstri grŠnna Ý NV-kj÷rdŠmi.
Lilja Rafney Magn˙sdˇttir, oddviti Vinstri grŠnna Ý NV-kj÷rdŠmi.

Fjárlögin liggja nú fyrir, fyrsta umræða hefur farið fram og frumvarpið komið til fjárlaganefndar. Nú þegar afrakstur erfiðra aðgerða sem gerðar voru vegna efnahagshrunsins er að skila ríkissjóði góðum tekjuafgangi mætti ætla að fjárlögin bæru þess vitni og veruleg innspýting væri í málaflokka sem höfðu tekið á sig skerðingar og nú væri komið að því að setja verulega fjármuni í innviðauppbyggingu samfélagsins. Nei, því er nú ekki fyrir að fara heldur eru málaflokkar eins og samgöngumál svelt, fjarskiptaáætlun og fyrirætlanir um ljósleiðaratengingu til dreifðra byggða vanfjármögnuð, framhaldsskólarnir skornir niður í nemendaígildum, skorið er niður til byggða og sóknaráætlana og stuðningur til brothættra byggða felldur niður.

...
Meira
f÷studagur 18. septemberá2015

Huglei­ingar um stjˇrnsřslu Ý Flatey

Gunnar Sveinsson.
Gunnar Sveinsson.

Töluverð umræða hefur orðið á undanförnum mánuðum um stjórnsýslu í Flatey og hvar stjórnsýsluheimili Flateyjar ætti að vera. Á það að vera áfram á Reykhólum (íbúafjöldi 271 árið 2014) þar sem stjórnsýsluheimilið hefur verið allar götur frá því að gamli Flateyjarhreppur rann inn í Reykhólahrepp, eða á það að vera í Stykkishólmi þaðan sem reglubundnar samgöngur eru, sjúkrahús, verslun og önnur þjónusta við Flatey? Um þetta ályktuðu allir íbúar Flateyjar á þann veg, að flytja ætti stjórnsýsluna þangað og sendu undirskriftalista til Stykkishólmsbæjar til kynningar og umfjöllunar. Hugur allra íbúa Flateyjar stendur því til að flytja stjórnsýsluheimilið frá Reykhólum til Stykkishólmsbæjar.

...
Meira

Atbur­adagatal

« Jan˙ar 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31