Langvinnt baráttumál komið í höfn
Baráttan fyrir lægri húshitunarkostnaði hefur staðið lengi. Núna getum við fagnað því að mikilvægum áfanga er náð. Með lögum sem tóku gildi nú um áramótin og lögum sem lúta að jöfnuði í orkukostnaði dreifbýlis og þéttbýlis eru stigin stærri og varanlegri skref í þessum efnum en við höfum lengi séð. Þessi lagasetning tryggir tvennt: Annars vegar er komið á jöfnun í orkukostnaði dreifbýlis og þéttbýlis. Hins vegar lækkar orkukostnaður á köldum svæðum mjög verulega og með varanlegum hætti, þar sem kostnaður við flutning og dreifingu orku leggst ekki lengur á notendurna heldur er hann greiddur af samfélaginu í heild. Þarna má segja að við höfum náð lyktum í gömlu og brýnu réttlætismáli.
...Meira