Tenglar

sunnudagur 8. mars 2009

Viljum viđ byggđ í landinu?

Ólína Ţorvarđardóttir.
Ólína Ţorvarđardóttir.

Undanfarna tvo áratugi hefur hallað mjög á hlut norðvestursvæðisins þar sem hagvöxtur hefur verið neikvæður og þungt fyrir fæti í svo mörgum skilningi. Við sem búum hér á þessu svæði þekkjum vel þann mun sem orðið hefur á yfirbragði sjávarbyggðanna á þessum tíma. Okkur rennur til rifja sá aðstöðumunur sem er á milli þeirra sem búa á suðvesturhorninu og hinna sem búa úti á landi.

...
Meira

Ólafur Sveinn Jóhannesson frambjóðandi í 1.-2. sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi hefur nú opnað heimasíðu slóðin er: http://olafursveinn.is/ 


Á heimasíðunni má finna stefnumál hans í málefnum fjölskyldunnar, menntamálum, og evrópumálum og ferðaþjónustu. Einnig tekur Ólafur Sveinn sérstaklega fyrir tvo grunn atvinnuvegi okkar íslendinga landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál.


 


Ólafur segir m.a. í landbúnaðarmálum að:


 


„það kerfi sem bændur þurfa að vinna eftir er ekki nógu gott og verður að taka það til endurskoðunar með hliðsjón af nýliðun í greininni og beingreiðslum til búa. Líkt og í sjávarútvegi hefur stjórnkerfi landbúnaðarins brugðist".

...
Meira
föstudagur 6. mars 2009

Veljum Ásbjörn!

Runólfur Guđmundsson
Runólfur Guđmundsson
Íslendingar standa á tímamótum í margskonar skilningi. Framundan eru tímar sem engan óraði fyrir að myndu koma. Þeir tímar kalla á fjölmargar breytingar í samfélaginu. Breytingar sem ganga í átt til aukins lýðræðis og breyttra stjórnarhátta. Þetta er öllum Íslendingum ljóst. Okkur er hinsvegar ekki ljóst hvernig við sjáum þetta gerast. Við munum því taka fá skref í einu og fikra okkur að lausn sem mun efla og bæta afkomumöguleika þjóðarinnar. Fyrsta skrefið er augljóslega það að ganga fram með sóknarhug undir því ágæta kjörorði að sókn sé besta vörnin....
Meira
fimmtudagur 5. mars 2009

Fleira ţarf í dansinn en fagra skóna

Ólína Ţorvarđardóttir
Ólína Ţorvarđardóttir
 Samfylkingin stendur nú á sögulegum tímamótum sem stjórnmálaflokkur. Hún stendur annars vegar frammi fyrir því að innleiða löngu tímabærar lýðræðisumbætur og siðbót í íslensku samfélagi. Hins vegar á hún þess kost að tryggja sjónarmiðum jafnaðarstefnunnar framgang við stjórnarákvarðanir á erfiðum tímum. Flokkurinn stendur með öðrum orðum frammi fyrir því að endurreisa íslenskt samfélag á grundvelli jafnaðarstefnunnar. Það er nú sem reynir raunverulega á. ...
Meira
Ţórđur Már Jónsson
Ţórđur Már Jónsson

Það er tækifæri í dag fyrir okkur í Samfylkingunni að taka forystuna í einu stærsta réttlætismáli þjóðarinnar. Við getum hafið vegferðina og tekið kvótann til baka frá handhöfum fiskveiðiheimilda og fært til þjóðarinnar. Gefið fólki tækifæri á að sækja í auðlindina án þess að greiða LÍÚ hátt leigugjald fyrir þau sjálfsögðu mannréttindi. Samfylkingin hefur slagkraft til þess að koma þessu réttlætismáli í gegn og þann slagkraft á að nýta.


En hvernig ættum við að hefja þessa vegferð í 80 daga ríkisstjórninni? Það er einfalt mál með breytingum á lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006.

...
Meira
Ásbjörn Óttarsson
Ásbjörn Óttarsson

Heimasíða Ásbjörns Óttarssonar, skipstjóra og útgerðarmanns frá Rifi,
http://www.asbjornottarsson.is/
hefur verið opnuð. Ásbjörn gefur kost á sér í efsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.


Ásbjörn leggur megináherslu á virkjun auðlinda þjóðarinnar til lands og sjávar auk þeirrar auðlindar sem mestu skiptir og býr í fólkinu sjálfu. Allan þennan kraft þurfum við að virkja tafarlaust til þess að snúa vörn í sókn í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar.

...
Meira
Halldóra Lóa Ţorvaldsdóttir
Halldóra Lóa Ţorvaldsdóttir
Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir náms- og starfsráðgjafi við Landbúnaðarháskóla Íslands gefur kost á sér í 2.-4. sæti í forvali VG fyrir Norðvesturkjördæmi.

Hún er fædd og uppalin í Reykholtsdal í Borgarfirði en foreldrar hennar eru Ólöf Guðmundsdóttir og Þorvaldur Jónsson bændur í Brekkukoti. Hún var stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 2001, lauk B.Ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands 2006, diplómaprófi í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2008 og stundar nú í framhaldi af því MA nám í náms- og starfsráðgjöf.


Halldóra Lóa er trúlofuð Hermanni Daða Hermannssyni húsasmið og eiga þau soninn Skírni Inga fæddan 2006.

...
Meira
ţriđjudagur 3. mars 2009

Kraftmikill og traustur forystumađur.

Kristinn Jónasson
Kristinn Jónasson
1 af 2
Sjálfstæðisflokkurinn í NV-kjördæmi hefur ákveðið að viðhafa prófkjör til að velja fólk á listann fyrir alþingiskosningarnar í vor.  Fjöldi afar hæfra einstaklinga hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjörinu.  Ljóst er að mikil endurnýjun verður á efstu sætum á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu.  Sturla Böðvarsson sem leitt hefur listann hefur nú ákveðið að hætta þingmennsku og við það losnar forystusætið....
Meira
Ţórđur Már Jónsson
Ţórđur Már Jónsson
1 af 2
Í framhaldi af grein minni um galla fiskveiðistjórnunarkerfisins þar sem ég velti fyrir mér áhrifum þess að handfæraveiðar væru gefnar frjálsar með reglugerð er vert að velta fyrir sér áhrifum annarrar brotalamar þessa umdeilda kerfis. Verndunarsjónarmiðum hefur verið rutt úr vegi fyrir hagrænum sjónarmiðum, fyrir tilstilli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks eins og þjóðinni er kunnugt um. Rekstrarlegri hagkvæmni hefur verið ruglað saman við þjóðhagslega hagkvæmni. Það er einmitt þannig sem málflutningur kvótaeigendanna hefur verið upp byggður....
Meira
Krćklingur í fjöru.
Krćklingur í fjöru.
Í meginatriðum eru aðeins þrjár aðferðir við að skapa atvinnu og verðmæti. Það er í fyrsta lagi með því að nýta náttúruauðlindir eingöngu, í öðru lagi með því að nýta þekkingu eina og sér og í þriðja lagi má skapa störf með því að blanda þessum tveimur þáttum saman. Nýting náttúruauðlinda leiðir til þekkingar á verklagi og skapar reynslu sem er miðlað milli kynslóða án þess að skólabókarlærdómur komi þar nærri. Vestfirðingar hafa lært að lifa af í sínu umhverfi gegnum aldirnar og hefur nýting náttúruauðlinda svæðisins byggst á reynslu á tilteknu verklagi. En þetta dugir ekki lengur....
Meira

Atburđadagatal

« Mars 2018 »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31