Tenglar

fimmtudagur 29. septemberá2011 |

Vegager­ Ý Gufudalssveit

Sigurbrandur Jakobsson skrifar:

 

Það er orðið langt síðan ég setti staf á blogg en nú get ég ekki þagað lengur (þó sumir vildu það kannski). Það sem mér liggur þungt á hjarta núna, og það mjög þungt, er þróun mála í sveitinni minni, Gufudalssveit. Sú stefna sem vegalagning um Gufudalssveitarhluta Reykhólahrepps er þeim sem hana ætlar að taka með einvaldi sínu til ævarandi minkunnar og skammar, innanríkisráðherranum Ögmundi Jónassyni. Mest sátt og vonir eru við láglendisveg yfir Þorskafjörð frá Kinnarstöðum og þaðan út með Þorskafirði gegnum Gröf og Teigsskóg út á Hallsteinsnes, þaðan yfir Djúpafjörð og Gufufjörð í Skálanes. Þá er komið saman við nýjan veg sem nær samfellt yfir Klettsháls en í Múlasveit er enn kafli fyrir Litlanes þar sem á að fara í framkvæmdir á næstunni.

 

Svo þá er þrætueplið sem Ögmundur bjó til það eina sem eftir er í endurnýjun vega í Reykhólahreppi.

 

Sú leið sem Ögmundur vill fara í andstöðu við heilt hérað er að fara þá leið sem fyrir er, um hálsana. Leið sem er snjóþung og illviðrasöm. Leið sem aldrei verður sátt um. Leið sem veldur mun meira raski en nokkurn tímann að fara B-leiðina um Teigsskóg. Leið sem aldrei á eftir að styrkja byggð á sunnanverðum Vestfjörðum. Leið sem hlýtur að verða þegar upp er staðið mun kostnaðarsamari en sú leið sem hann vill ekki heyra minnst á.

 

Raunhæfasti kosturinn í stöðunni væri eftir allt saman að fara sér hægt, fresta ákvörðunum og fullkanna frekari möguleika á leiðum A og B. Leið A lægi þá framhjá Reykhólum, sem enn gæti aukið möguleika á uppgangi þar í þjónustu við ferðamenn og mörgu fleiru og gæti því enn frekar styrkt stoðir undir blómlega byggð þar og fjölbreytni í atvinnulífi. Frá Reykhólum lægi svo leiðin út að Stað og Árbæ og þaðan yfir Þorskafjörð yfir í Skálanes. Stytting um tugi kílómetra, en ég er ekki alveg með þá tölu í handraðanum. Í Staðarhöfn er nú þegar að byggjast upp talsverð ferðaþjónusta kringum siglingar út í Breiðafjarðareyjar og um norðanverðan Breiðafjörðinn. Stærsti kosturinn er samt sá, að svæðið frá Kinnarstöðum í Skálanes sleppur alveg við það mikla rask sem fylgir því að leggja upphleyptan veg.

 

Auk þessa myndi það enn frekar styrkja byggð og möguleika á frekari byggð á Reykjanesi, á Skálanesi og alveg inn í Kollafjörð, auk þeirra bæja sem enn eru í byggð í Gufudal. Það er kannski verra með Djúpadal, sem lendir eiginlega þarna á milli, en það er víst ekki allt fengið. Í Kollafirði er byggð að leggjast af og hefur svo verið í gerjun í ein 30 ár. Nú held ég að Skálanes sé eini bærinn í byggð á því svæði sem segja má að teljist til Kollafjarðar. Það sem hefur því aðallega valdið að svo er komið fyrir Kollafirði er hve afskekkt er vegna slæms vegasambands og fjarlægðar við Reykhóla. Samt blasa turnarnir í Karlsey við frá Skálanesi í svo lítilli fjarlægð að það er grætilegt.

 

En þessum möguleikum ætlar Ögmundur Jónasson öllum að fórna fyrir sína heimskulegu ákvörðun og Salómonsdóm. Vonandi endurtekur sig ekki 50 ára gömul saga, þegar vegur var lagður á tvo bæi á Bæjarnesi upp úr 1960. Tveim árum eftir að vegurinn kom fóru þeir í eyði. Það sem ég meina, er að ekki verði lagður vegur sem stuðlar frekar en hitt að því að byggð í einhverjum hlutum eða öllum Reykhólahreppi leggist af.

 

Láttu nú af hrokanum, Ögmundur, og hlustaðu á fólk. Í sjónvarpsviðtali krafðist þú þess að heilt hérað breytti sínum hugsunarhætti, fólk sem bara vill geta búið í sínu héraði í sátt og öryggi. En Ögmundur, þú vilt ekki á það hlusta. Sem stoltur landeigandi í Gufudalssveit og það í Kollafirði leyfi ég mér að fullyrða, Ögmundur, að ef þú skoðar málið af skynsemi en ekki hroka gætu kraftaverkin farið að gerast og þín yrði minnst með mikili virðingu og hlýju.

 

- Höfundur er fyrst og fremst Breiðfirðingur, ættaður úr Breiðafjarðareyjum og Gufudalssveit og alinn upp á Reykhólum frá fjögurra ára aldri til tíu ára aldurs.

_____________________________________

 

Grein þessa birti Sigurbrandur Jakobsson á Moggabloggsíðu sinni fyrir skömmu. Þar er nú komin ný grein um sama málefni undir fyrirsögninni Góðir hálsar.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31