Tenglar

sunnudagur 25. oktˇberá2009 |

Til nßgranna og sveitunga Ý Reykhˇlahreppi

B÷­var Jˇnsson.
B÷­var Jˇnsson.
Frá Böðvari Jónssyni í Skógum í Þorskafirði

 

Að gefnu tilefni sé ég ástæðu til að senda smápistil inn á Reykhólavefinn til að fjalla um tvö atriði, sem athygli mín hefur verið vakin á og tengjast Skógum og okkur sem þar erum að störfum.

 

Hnausaskógur

 

Þess misskilnings virðist hafa gætt meðal íbúa á Reykhólum, að eigendur Skóga leggi við því bann að fólk af svæðinu fari inn í Hnausaskóg, gangi þar um og njóti gróðursins og skjólsins sem þar er að finna.

 

Ekki veit ég hvernig þessi misskilningur er til kominn. Fyrirætlanir bahá‘í samfélagsins snúa þvert á móti að því að í Skógum verði útivistarsvæði opið almenningi. Mig langar í þessu sambandi að rifja upp að árið 1992 voru send út boðsbréf á bæina í sveitinni, íbúum boðið að koma og ganga um og skoða Hnausaskóg og þiggja veitingar. Margir komu og ef ég man rétt var fólk hvatt til að að notfæra sér skóginn til útivistar, það var í öllu falli meiningin og ef það hefur gleymst þá kem ég því hér með á framfæri.

 

Í sumar var haft samband við einstaklinga sem búa næst Skógum, sem og sveitarstjórann, og þeim skilaboðum komið á framfæri, að gróðurframvinda á melum sem borið hafði verið á snemma um vorið, hefði orðið með ólíkindum þegar litið væri til þess að orðið „örfoka“ hefði helst átt við um svæðið þegar borið var á. Fólki var boðið að koma og skoða. Það gladdi okkur að nokkrir komu og höfðu sumir á orði að þeim þætti þetta mjög merkilegt.

 

Það sem hér hefur verið lýst tel ég sýna einlægan áhuga okkar á því að sveitungar okkar geti fylgst með því sem við erum að starfa í Skógum.

 

Þegar gamli bærinn var brenndur

 

Í byrjun þessa mánaðar setti ákveðinn einstaklingur í sveitinni fram við mig snarpa gagnrýni á okkur bahá'íana vegna þess að gamli bærinn var brenndur á sínum tíma. Einhvern veginn virðist þessi gagnrýni hafa verið undirliggjandi og hefur komið fram oftar en einu sinni en þó kannski sterkast í Stiklum Ómars Ragnarssonar er hann ræðir við Ólínu Magnúsdóttur á Kinnarstöðum.

 

Til að leggja á þennan atburð hlutlægt mat verðum við aðeins að skoða söguna. Bærinn sem um ræðir var ekki á fornminjaskrá enda var ekki um að ræða þann bæ sem Matthías Jochumsson var fæddur í og stóð ekki á sama stað samkvæmt Ólínu Magnúsdóttur. Bærinn var ekki ýkja gamall, var byggður 1914 eða 1915 (Ó.M.).

 

Jochum Eggertsson keypti Skóga af Sesselju Helgadóttur 1950. Kaupsamningurinn milli þeirra fól í sér að Sesselja hefði full og óskoruð yfirráð yfir jörðinni og nytjum hennar meðan hún lifði, að undanskilinni landspildu innst í firðinum þar sem Jochum ætlaði að hefja skógrækt. Þrátt fyrir að Sesselja væri mun eldri en Jochum lifði hún hann sem nam 10 árum. Fyrir dauða sinn (1966) ánafnaði Jochum bahá'í samfélaginu jörðina með erfðaskrá sem leiddi af sér að bahá'íar tóku við fráfall hans yfir skyldur í samræmi við hana. Það fól í sér árlegar greiðslur til Sesselju og viðhald og umhirðu skógræktarinnar.

 

Það var ekki fyrr en 1975, níu árum eftir fráfall Jochums, að Sesselja afsalaði sér jörðinni til bahá'í samfélagsins en þá var gamli bærinn orðinn mjög illa farinn enda hafði Sesselja þá um árabil búið hjá ættingjum á Skáldstöðum.

 

Fljótlega upp úr þessu fóru þjóðarráði bahá'ía að berast kvartanir vegna gamla bæjarins sem var í því ástandi að bændur töldu hann hættulegan skepnum sem kynnu að leita þar skjóls og vegna foks. Bærinn var sem sagt að hruni kominn.

 

Það var upp úr 1980 sem þjóðarráðið sendi vinnuhóp á svæðið með það í huga að bærinn yrði rifinn, spýtu fyrir spýtu, og timbrið hreinsað með hugsanlega endurbyggingu í huga. Þegar til kastanna kom reyndist bærinn mun verr farinn en ætlað var. Ekkert var hægt að losa, allir naglar voru ryðgaðir fastir í timbrinu sem aftur brotnaði um neglingarnar ef á það var reynt, enda illa farið eftir margra ára veðrun. Burðarvirkið hafði gefið sig og bærinn sigið saman að austanverðu og gaflinn að vestan hallaðist verulega til austurs inn í bæjarstæðið. Auðséð var að bærinn hafði hvorki haldið vatni né vindi og líklegt að lítið hafi verið hugað að viðhaldi eftir að Sesselja fluttist að Skáldstöðum.

 

Þetta voru sem sagt aðstæðurnar sem við stóðum frammi fyrir. Í ljósi þessa og kvartana bænda var ákveðið að brenna bæinn og halda tóftunum þannig að hugsanlega mætti byggja ofan á þær í framtíðinni fremur en nota aðrar grófari aðferðir við að gera bæjarrústirnar hættulausar.

 

Með kærri kveðju.

- Böðvar Jónsson.

 

Atbur­adagatal

« Nˇvember 2021 »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30