Tenglar

f÷studagur 24. aprÝlá2009 |

Ůau eru mŠtt me­ heftiplßsturinn!

Einar K. Gu­finnsson.
Einar K. Gu­finnsson.

Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar:

Ungi maðurinn sem ég hitti á dögunum á Akranesi var ekki reiður; en hann var sár. Hann sagðist hafa trúað því að ríkisstjórnin sem nú sæti myndi koma til móts við fjölskyldurnar, eins og sína. Hann sagðist hafa hrifist með þeim sem sögðu ráðherrana í ríkisstjórninni vera líklega til þess að standa með fólkinu í landinu.

 

- En hvílík vonbrigði, sagði hann. Við þetta venjulega fólk eigum fáa möguleika. Þetta líkist mest því, sagði hann, að maður hefði skorið sundur slagæðina í slysi og svo birtast Jóhanna og Steingrímur og segjast ætla að bjarga málunum með því að líma heftiplástur á sárið!

 

Þannig er þetta. Það er mikið talað. Það eru stöðugir blaðamannafundir og alltaf er verið að segja okkur hvað mikið sé að gera og margt að gerast. En venjulegt fólk, sem nú stendur frammi fyrir miklum vanda, sem það getur þó sigrast á með því að ríkisvaldið bregðist við, veit vel og skynjar að fátt er verið að gera til þess að koma til móts við það. Þetta er heila meinið.

 

Þarna er þó mikið verk að vinna. Brimskafl skellur nú yfir fólk með erlend bíla- og húsnæðislán. Fyrirtækin eru í nákvæmlega sömu stöðu. Gengi krónunnar hefur fallið um hérumbil 20% í tíð ríkisstjórnarinnar. Og skyndilega er verðbólgudraugurinn aftur kominn á kreik fyrir vikið. Verðbótaþáttur lána hefur staflast upp og rýrir eignir fólks á sama tíma og húsnæðisverð fer lækkandi. En veruleikafirringin er svo mikil á stjórnarheimilinu að þar segjast menn hafa slegið skjaldborg um heimilin. Heyr á endemi! Skjaldborg ríkisstjórnarinnar er í senn aðhlátursefni og skammaryrði hvar sem maður kemur.

 

Skjaldborgin er orðin eins og tjaldborg í roki, veitir engum skjól, eins og menn hafa gjarnan á orði núna.

 

Þess vegna er þörf á alvöru aðgerðum en ekki þessari flóknu skriffinnsku sem nær ekki til fjöldans. Við þurfum að lækka greiðslubyrði heimilanna um helming og lengja lánstíma á móti, eins og við sjálfstæðismenn höfum lagt til og kynnt hvernig gera megi. Við þurfum líka að huga að lækkun á höfuðstól lánanna við þessar aðstæður. Forsendur sem voru til staðar þegar fólk tók lánin sín eru allar úr lagi færðar. Við þurfum þess vegna að taka djarfar ákvarðanir; ekki bara tala á blaðamannafundum í Þjóðmenningarhúsinu.

 

- Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður.

 

Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31