Tenglar

fimmtudagur 25. nˇvemberá2010 |

Ůarf a­ breyta stjˇrnarskrß lř­veldisins n˙na?

Reynir GrÚtarsson.
Reynir GrÚtarsson.
Reynir Grétarsson framkvæmdastjóri skrifar

 

Ég myndi segja að endurskoðun stjórnarskrárinnar sé ekki eitt af mikilvægustu úrlausnarefnunum núna. Þjóðin er í ákveðnu uppnámi eftir hrunið og í slíku ástandi eiga menn helst ekki að taka stórar ákvarðanir.

 

Ég er einn af þeim sem eru íhaldssamir þegar kemur að stjórnarskránni. Ég er lögfræðingur og mér sýnist þeir að jafnaði vilja fara varlegar en aðrir í breytingar. Sennilega er það af því að þeir átta sig á því hve vandasamt verk það er.

 

Ég get alveg tekið undir það sem Sigurður Líndal segir, að það sé mikilvægara að menn fari eftir núgildandi stjórnarskrá en að breyta henni.

 

Hins vegar hefur verið ákveðið að fara út í þessa endurskoðun og þá er bara að standa vel að henni.

 

Stjórnarskráin er grundvallarlög lýðveldisins, undirstaðan sem önnur lög hvíla á. Hún er þannig eins og undirstöður húss, sem ekki er ráðlegt að breyta eða skipta út nema að vandlega yfirlögðu ráði og þá einungis af sérfræðingum.

 

Myndir þú gera einhverjar kröfur um þekkingu þess sem ætti að endurnýja undirstöður háhýsis?

 

Fyrir hendi er áratugalöng túlkun á núgildandi stjórnarskrá og breytingar geta gert þá reynslu að engu.

 

Og að skipta út undirstöðum stjórnskipunar og löggjafar heils lands á 2-4 mánuðum er óvinnandi.

 

Það kemur því ekki til greina að skipta stjórnarskránni út fyrir nýja, heldur verðum við að byggja á þeim grunni sem fyrir er. Skilgreina hvað þarf að bæta og finna bestu lausnirnar.

 

- Reynir Grétarsson, framkvæmdastjóri.

Frambjóðandi til Stjórnlagaþings 7341.

 

Atbur­adagatal

« Desember 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31