Tenglar

fimmtudagur 29. septemberá2011 |

Svar vi­ erindi Kristins frß Gufudal

Fyrir nokkrum dögum sendi Kristinn Bergsveinsson frá Gufudal athugasemdir til Skipulagsstofnunar sem birtar voru hér fyrir neðan. Svar barst Kristni í dag en stofnunin leitaði til Vegagerðarinnar varðandi álit á erindi hans. Svarpóstur Skipulagsstofnunar fer hér á eftir.

 

________________________________________________________________

 

 

Hér koma svör Vegagerðarinnar við athugasemdum Kristins Bergsveinssonar.

Bæti þessu og bréfi Kristins inn í nýjan kafla 3.2.2. í matsskýrslu:

 

Svar Vegagerðarinnar:

 

Við rannsóknir Vegagerðarinnar hefur komið í ljós að sjávarbotninn er alls staðar með mjúkum setlögum, einnig við Tvíhólma. Hugtakið föst fjara er því óskilgreint.

 

Það er rétt hjá Kristni að hægt væri að spara mikla fjármuni með því að velja veglínu B í Mjóafirði og um Litlanes og með því að leggja veginn í Kjálkafirði um Tvíhólma. Á móti kemur talsvert lengri leið en gert er ráð fyrir með veglínu A og mun afdrifaríkari rýrnun á leirum í Kjálkafirði sem eru mikilvægt fæðusvæði fugla. Vegurinn mundi nánast fara yfir hreiðurstað arnarins. Brúa þyrfti Þverá sérstaklega og rask á fornleifum yrði mun meira á Litlanesi og við Þverá í Kjálkafirði.

 

Leiðin sem Kristinn nefnir um Tvíhólma, var frumhugmynd Vegagerðarinnar. Upphaflega var miðað við að vegurinn kæmi innan Tvíhólma. Eftir samráð við Náttúrustofu Vestfjarða, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands, vegna mögulegra áhrifa framkvæmdarinnar á erni og aðra fugla, var ákveðið að leggja veginn í meira en 500 m fjarlægð frá arnarvarpi þar sem það væri hægt og að vegurinn lægi ekki um leirur, þar sem gætti flóðs og fjöru. Veglínan færðist því smám saman utar og síðan aðeins til baka þegar niðurstöður botnrannsókna lágu fyrir.

 

Niðurstaða Vegagerðarinnar er að hagkvæmara sé að leggja veginn samkvæmt veglínu A í Mjóafirði og hugmyndum um að þvera Kjálkafjörð innar en skv. veglínu A var hafnað vegna arnarvarps og rýrnunar á fæðuöflunarsvæði fugla. Styttingin í Kjálkafirði með veglínu A er hagkvæm í samanburði við að fara um Tvíhólma.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Nˇvember 2021 »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30