Tenglar

mi­vikudagur 21. nˇvemberá2012 |

Si­frŠ­i og stjˇrnmßl

Jˇn ١risson og Sigurbj÷rn Svavarsson.
Jˇn ١risson og Sigurbj÷rn Svavarsson.

Jón Þórisson og Sigurbjörn Svavarsson skrifa

 

Ef leita á fyrirmynda í siðfræði stjórnmála í dag, þá lenda menn í vandræðum. Nánast enga leiðsögn er að finna í grundvallaratriðum sem komið hefur frá leiðtogum stjórnmálanna síðustu rúma eina öld eða meira.

 

Nóbelsverðlaunahafinn í eðlisfræði Joseph Rotblat sagði um siðfræði og stjórnmál: „Það eru raunaleg eftirmæli stjórnmálamanna á Vesturlöndum að „siðfræði“ og „stjórnmál“ skuli vera álitin andstæð hugtök. Eins og kalk og ostur eru siðfræði og stjórnmál ekki talin fara saman. Stjórnmál eru álitin lítt traustvert starf.“

 

Þetta er ekki ný skoðun, Jonathan Swift rithöfundur sagði: „Stjórnmál eru almennt álitin ekkert annað en spilling.“

 

Almenn óánægja er um allan heim með forystu stjórnmálamanna, um það vitna fjöldamótmæli og pólitísk vakning víða um heim nú um þessar mundir. Flest önnur svið mannlegra starfa njóta meiri virðingar en stjórnmál. Hvað er það sem gerir þetta að verkum?

 

Alveg frá dögum hinna grísku hugsuða og arkitekta vestrænnar menningar hafa siðfræði og stjórnmál verið viðfangsefni heimsspekinga. Frá Aristóteles til Páls Skúlasonar er „siðfræði og stjórnmál“ umfangsefnið. Öll sú umræða hefur snúist um veikleika og styrkleika mannsins, og það er nokkuð víst að íslenskir stjórnmálamenn hafa lesið þá báða.

 

Ef litið er yfir söguna er ljóst að valdamenn hafa löngum beitt valdi sínu sér til hagsbóta. „Valdið spillir“, segir einhvers staðar. „Óheft vald hefur tilhneigingu til að spilla huga þeirra sem ráða því“, er haft eftir William Pitt, forsætisráðherra Bretlands, árið 1770.

 

Hér á Íslandi snýst umræðan um hrunið í grunninn um siðfræði stjórnmálanna, eða öllu heldur um spillingu stjórnmálamanna sem birtist í hagsmunatengslum stjórnmála og fjármála. Yfirklór stjórnmálamanna eftir hrunið er að setja lög og reglur um fjármál stjórnmálaflokka og nýjar siðareglur fyrir stjórnarráðið til að friða reiðan almenning.

 

Ráð Lao-Tse um hófsama stjórnsýslu sem rituð voru fyrir liðlega 2.500 árum eru enn í gildi. Í ljósi reynslunnar er kominn tími til þess að þróa nýjar aðferðir í stjórnmálum. Hefðbundið þingræði þar sem kosið er á fjögurra ára fresti hefur sýnt annmarka sína og galla. Stjórnmálamenn virðast margir hafa gleymt því að þeir eru fulltrúar almennings og almannahagsmuna, en ekki sérhagsmuna.

 

Svarið við þeirri kreppu sem nú er í stjórnmálum um allan heim er ný hugsun um stjórn samfélagsins. Opið stjórnkerfi, valddreifing og raunverulegt lýðræði í ákvarðanatöku um sameiginlega hagsmuni. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir spillingu og sérhagsmunagæslu í þágu afmarkaðra valdahópa er raunveruleg dreifing valdsins, bæði í stjórnsýslu og viðskiptum.

 

SAMSTAÐA, flokkur lýðræðis og velferðar ætlar að berjast fyrir lýðræðisvæðingu, valddreifingu og opinni stjórnsýslu. Einungis með beinni þátttöku almennings í ákvörðunum um sameiginlega hagsmuni okkar er hægt að tryggja siðvætt samfélag, jöfnuð og réttlæti fyrir alla. Hagsmunir almennings eru grundvöllur hagsældar.

 

______________________________________________

 

- Höfundar eiga báðir sæti í stjórn SAMSTÖÐU, flokks lýðræðis og velverðar. Sigurbjörn Svavarsson er annar varaformanna af tveimur í stjórn flokksins en Jón Þórisson er meðstjórnandi.

 

Jón Þórisson ólst upp í Stykkishólmi. Hann er sennilega þekktastur fyrir það að hann var aðstoðarmaður Evu Joly á meðan hún starfaði hér sem ráðgjafi sérstaks saksóknara hér á landi. Hann er nú framkvæmdastjóri Stofunar Evu Joly á Íslandi. Jón Þórisson tók líka þátt í baráttunni gegn sölunni á HS Orku til Magma Energy á sínum tíma en að undanförnu hefur hann spyrnt með fótum í hinu svokölluð Nubo-máli. Hann sat í stjórn bókaforlagsins Svart á þegar það var og hét og hefur unnið að heimildarmyndum í samstarfi við Hugo film.

 

Sigurbjörn Svavarsson er ættaður vestan af fjörðum og ólst þar upp að einhverju leyti. Hann er giftur konu frá Flateyri og á þar hús sem þau hjónin sækja í reglulega. Hann tók próf frá Stýrimannaskólanum og hóf atvinnuferil sinn sem stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni þar sem hann starfaði bæði í 50 mílna og 200 sjómílna útfærslunni. Síðan hefur hann lengst af starfað við ýmis stjórnunarstörf í fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi. Lengst af var hann útgerðarstjóri hjá Granda eða um 12 ár.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31