Tenglar

■ri­judagur 17. marsá2009 |

Reynsla og ■ekking skiptir okkur mßli

Adolf H. Berndsen.
Adolf H. Berndsen.

Adolf H. Berndsen skrifar:

 

Framundan er prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Í framboði er glæsilegur hópur frambjóðenda sem allir hafa áhugaverða sýn á framtíð kjördæmisins og þjóðarinnar. Ljóst er að mikil endurnýjun verður á framboðslista flokksins frá því í síðustu kosningum. Ákveðin nýliðun er þannig tryggð þótt að mínu mati sé nauðsynlegt að blanda saman reynslu og nýjum straumum.

 

Einar Kristinn Guðfinnsson býður sig fram í 1. sæti á framboðslistanum. Einar á að baki góðan og traustan feril sem þingmaður og ráðherra okkar hér í kjördæminu. Þar fer heiðarlegur stjórnmálamaður sem hefur einlægan áhuga á hagsmunum byggðanna. Rætur hans liggja í kjördæminu og yfirsýn hans á stöðu mála gerir hann enn mikilvægari á þeim flóknu tímum sem framundan eru. Með störfum sínum hefur hann leitast við að styðja og fylgja eftir framfaramálum Norðvesturkjördæmis, þar hefur honum nýst vel þekking á undirstöðuatvinnugreinum í kjördæminu. Þeir efnahagserfiðleikar sem við stöndum frammi fyrir um þessar mundir gera enn ríkari kröfur til öflugra fulltrúa á Alþingi.

 

Við sem búum á landsbyggðinni þekkjum vel varnarbaráttu undanfarinna ára og áratuga, harða baráttu oft á tíðum, sem að öllum líkindum á eftir að harðna á næstunni. Ekki er erfitt að álykta að áherslur margra stjórnmálamanna á næstu misserum verði í enn ríkara mæli á höfuðborgarsvæðinu. Því er enn meiri þörf á öflugum fulltrúum af landsbyggðinni. Mönnum sem í krafti þekkingar sinnar og reynslu þekkja vel til hagsmuna og þarfa hinna dreifðu byggða. Einar Kristinn uppfyllir þær kröfur.

 

Það ætti öllum að vera ljóst mikilvægi þess að hafa ráðherra í kjördæminu, það hefur reynslan kennt okkur. Verði Sjálfstæðisflokkurinn í þeirri aðstöðu eftir kosningar að taka þátt í myndun nýrrar ríkisstjórnar, er Einar Kristinn líklegastur frambjóðenda í þessu kjördæmi til að skipa stól ráðherra.

 

Krafa og umræða um endurnýjun á Alþingi má ekki verða til þess að glata traustu og góðu fólki með reynslu og þekkingu á þjóðmálum.

 

Ég tel því að framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi verði best skipaður með Einar Kristin í 1. sæti.

 

- Adolf H.Berndsen,

framkvæmdastjóri á Skagaströnd.

 

Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31