Tenglar

laugardagur 2. j˙nÝá2012 |

Opi­ brÚf til bankastjˇra Landsbankans

Jˇna Valger­ur Kristjßnsdˇttir.
Jˇna Valger­ur Kristjßnsdˇttir.

 

Þann 1. júní barst mér í hendur staðlað bréf, stílað á mig persónulega frá Landsbankanum. Bréfið var dagsett 25. maí á Patreksfirði en á umslagi var það póstlagt í Reykjavík 31. maí. Þar er því lýst hvernig hagræðingaraðgerðir bankinn er að fara í með lokun útibúa víðsvegar um landið 1. júní. Meðal annarra útibúa er það á mínu svæði í Króksfjarðarnesi í Austur-Barðastrandarsýslu, þar sem ég hef verið viðskiptavinur í 17 ár eftir að ég flutti hingað, en þar áður var ég viðskiptavinur bankans á Ísafirði þar sem ég bjó áður.

 

Nú á að sameina útibúið í Króksfjarðarnesi útibúinu á Patreksfirði, sem er í meira en 200 km fjarlægð frá Króksfjarðarnesi. Í bréfi þessu er ég boðin velkomin til að koma við í útibúinu á Patreksfirði, þar sem ég fái persónulega þjónustu. Og bréfið endar á setningunni:

 

Við hlökkum til að taka vel á móti þér á Patreksfirði og Tálknafirði.

 

Undir þetta er svo PRENTAÐ:

 

Starfsfólk Landsbankans á Patreksfirði og Tálknafirði.

 

Ég geri ekki ráð fyrir að það starfsfólk sem samdi þetta bréf sé á Patreksfirði, því þar vita þau ósköp vel að leið mín liggur ekki þangað að sækja þjónustu þó þar sé sjálfsagt hið besta starfsfólk. Bæði er vegalengdin yfir 200 km aðra leið, þannig að ég þyrfti á fimmta hundrað km að aka til að sækja þessa þjónustu, og auk þess eru þarna yfir 50 ára gamlir fjallvegir sem verða ófærir að vetrarlagi og um eyðibyggðir að aka þar sem ekki er völ á aðstoð, komi eitthvað fyrir.

 

Mér finnst því í hæsta máta ósvífið af Landsbankanum að bjóða mér persónulega þjónustu á Patreksfirði.

 

Að lokum vil ég segja þetta:

 

Bankinn segist hafa markað sér samfélagslega stefnu og þar eru fimm málaflokkar þar sem viðskiptavinurinn er í fyrsta sæti. Stefna bankans er á engan hátt í samræmi við þau loforð sem fylgdu fundaferð þinni um landið fyrir nokkrum mánuðum. Með þessu á að spara 400 milljónir króna á sama tíma og bankinn hagnaðist um 7,7, milljarða á fyrsta fjórðungi þessa árs. Að tala um að einhver útibú séu ekki rekin með hagnaði er markleysa, ég veit að útibúið hér hefur verið réttu megin við núllið þó hagnaður hafi ekki verið mikill.

 

En er ekki fyrirtækið skoðað í heild? Í stóru fyrirtæki skyldi maður ætla að þjónustan skipti máli og ein deildin vegur þar aðra upp í kostnaði. Þessar aðgerðir eru sem blaut tuska í andlit þeirra sem verið hafa viðskiptavinir bankans í áratugi og framkoman við starfsfólkið sem fékk að vita þetta 30 mínútum áður en það fór í fjölmiðla er með eindæmum kaldranaleg. Það fólk hefur ekki að neinu öðru að hverfa.

 

Aðgerðirnar skapa erfiðleika fyrir alla þá sem ekki eru með heimabanka og það er stór hluti eldri borgara. Jafnframt skapar það mikla erfiðleika fyrir allan atvinnurekstur þegar engin fjármálastofnun er í öllu sveitarfélaginu.

 

Ég mun að sjálfsögðu flytja öll mín viðskipti og þeirra fyrirtækja og félaga sem ég hef umsjón með til annarra fjármálastofnana, og það er ég viss um að fleiri í sveitarfélaginu munu gera.

 

Með þökk til þess starfsfólks Landsbankans sem hefur þjónað okkur hér einstaklega vel á liðnum árum, en hafi stjórnendur Landsbankans litla þökk.

 

Reykhólahreppi, 2. júní 2012.

 

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir,

formaður Landssambands eldri borgara,

fyrrv. sveitarstjóri Reykhólahrepps og fyrrv. alþingismaður.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Desember 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31