Tenglar

■ri­judagur 17. marsá2009 |

Íflugur fulltr˙i, ┴sbj÷rn!

Bj÷rg ┴g˙stsdˇttir.
Bj÷rg ┴g˙stsdˇttir.

Björg Ágústsdóttir skrifar:

 

Það hefur alltaf skipt máli hvaða fólk velst til forystu í stjórnmálum. Ekki síst hverjir veljast sem fulltrúar almennings á Alþingi. Störf alþingismanna eru vandasöm og þeim er trúað fyrir miklu. Að sama skapi hvílir á þeim mikil ábyrgð. Engum dylst þó að þau viðfangsefni sem nú blasa við í íslensku samfélagi eru óvenjulega vandasöm. Sjaldan höfum við staðið frammi fyrir jafn stórum áskorunum, þörf á endurmati á því sem áður þóttu sjálfsagðir hlutir og kröfum um breytingar á því sem nauðsynlega þarf að færa til betri vegar. Þetta verður allt annað en auðvelt og ekki öll verk fallin til vinsælda.

 

Mér þykir það mikið fagnaðarefni að Snæfellingurinn Ásbjörn Óttarsson skuli bjóða fram krafta sína til þessara verka. Í rúman áratug átti ég þess kost á vettvangi sveitarstjórnarmála að kynnast og vinna með góðu fólki vítt og breitt um landið, sem bæjarstjóri í Grundarfirði. Einn af alöflugustu samstarfsmönnum sem ég var svo heppin að eignast var Ásbjörn Óttarsson. Þau kynni og samstarf við Ása um árabil eru tilefni þessara skrifa.

 

Ási þekkir vel aðstæður og kjör fólks á landsbyggðinni, því eins og sagt er: Sá veit gjörst hvar skórinn kreppir sem hefur hann á fætinum. Hann þekkir af eigin raun hvaða lögmálum sjávarútvegur og fyrirtækjarekstur á landsbyggðinni lýtur og hvað þar þarf til. Hann hefur langa reynslu af félagsstörfum ýmiss konar og hefur verið farsæll forystumaður í sveitarstjórnarmálum í sínu héraði. Sveitarstjórnarmálin spanna í raun öll þau viðfangsefni sem hvert samfélag fæst við, auk þess sem þau gefa góða innsýn í stjórnsýslu og starfsemi ríkisvaldsins. Og það er eins, í rekstri sveitarfélags og í atvinnurekstri, að stundum fiskast vel en í annan tíma er aflinn tregari. Allt þetta þekkir Ási og hefur tekist á við. Hér er því reyndur maður á ferð.

 

Ekki síst eru það þó mannkostir hans og persónulegir eiginleikar sem eru eftirsóknarverðir þegar gengið er til þeirra verka sem við blasa. Engum treysti ég betur en Ása til að komast beint að kjarna hvers máls og leggja krafta sína í að fylgja því eftir í átt að farsælum lausnum. Ég segi það ekki af því að við höfum endilega alltaf verið sammála um markmið og leiðir, heldur vegna þess að Ási er þeim kostum gæddur að vera tilbúinn að hlusta á ólík sjónarmið og taka afstöðu til þeirra út frá eigin sannfæringu og með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Til þess þarf áhuga, einurð, dómgreind og kjark og er óhemju mikils virði á vettvangi stjórnmálanna.

 

Það væri gæfuskref fyrir kjördæmið okkar að nýta krafta og góða kosti Ásbjörns Óttarssonar til forystu, nú þegar lagt er á brattann í viðreisn íslensks samfélags.

 

Björg Ágústsdóttir,

lögfræðingur, Grundarfirði.

 

Atbur­adagatal

« Desember 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31