Tenglar

■ri­judagur 16. nˇvemberá2010 |

KJÍRDĂMASKIPAN

Gunnar ١r­arson.
Gunnar ١r­arson.
Gunnar Þórðarson skrifar:

 

Er ástæða til að breyta stjórnarskrá og gera Ísland að einu kjördæmi? Mun það auka lýðræði og réttlæti í samfélaginu? Núverandi stjórnarskrá gefur nokkuð svigrúm til að jafna atkvæðisrétt milli landshluta og spurning hvort ekki er nóg að gert. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hægt sé að breyta mörkum kjördæma með lagasetningu ásamt því að hnika til fjölda þingmanna í hverju kjördæmi til jöfnunar. Að auki getur landskjörstjórn fært þingsæti milli kjördæma ef fjöldi á kjörskrá eru helmingi færri í einu kjördæmi en öðru í því skyni að jafna vægi atkvæða á landinu. Er lýðræðinu og réttlætinu fullnægt með því?

 

JAFNT VÆGI ATKVÆÐA Í EVRÓPUSAMSTARFI

Það dytti engum í hug að jafna að fullu atkvæðavægi þjóðríkja innan ESB. Með nýju stjórnarskránni (Lissabonsáttmálanum) var þessu jafnað nokkuð en engu að síður er Lúxemborg með 6 þingmenn á Evrópuþinginu en Þýskaland með 99. Það jafngildir að rúmlega 83 þúsund landsmanna eru bak við hvern þingmann í Lúxemborg en 707 þúsund í Þýskalandi. Þetta er nýleg niðurstaða sem kom í kjölfar stækkunar ESB úr 15 í 25 og síðar 27. Ef menn hefðu komist að þeirri niðurstöðu að jafnt atkvæðamagn bak við hvern þingmann væri réttlát og sanngjarnt væri Lúxemborg með aðeins einn þingmann.

 

Þegar bandaríska stjórnarskráin var samþykkt 1787 var tvennt ofarlega í huga höfunda; aðskilnaður þings og framkvæmdavalds og að jafna vægi fámennra fylkja gagnvart fjölmennum. Þannig litu höfundar til mikilvægis þess að minni fylki yrðu ekki undir gagnvart þeim stærri.

 

Það má heita regla frekar en undartekning í lýðræðisríkum að tryggja réttindi þeirra sem minna mega sín og að raddir þeirra heyrist við ákvarðanatöku sem varðar grundvallar réttindi og lífsgæði. Hægt er að spyrja sig þess hvort slík jafnaðarhugsjón sé réttlát og sanngjörn.

 

Á AÐ ENDURVEKJA TVÍSKIPTINGU ALÞINGIS?

Þær hugmyndir hafa heyrst að endurvekja tvískipt Alþingi til að verja hagsmuni landsbyggðar gagnvart því ofurvaldi höfuðborgarsvæðis sem alger jöfnun atkvæðavægis myndi hafa í för með sér ef landið yrði gert að einu kjördæmi. Sagt hefur verið að það mætti til dæmis gera með því að efri deild þingsins væri endurvakin þar sem sætu fulltrúar landshlutanna. En er þetta rétta leiðin? Er ekki verið að auka flækjustigið í stjórnsýslunni. Er þá ekki betur heima setið en af stað farið og betra að hafa kerfið einfalt og skilvirkt með einni þingdeild?

 

Við verðum að muna að Íslendingar eru aðeins 330 þúsund talsins. Efri og neðri deild þingsins voru einmitt sameinaðar sínum tíma af því að ekki var talið tilefni til tvískiptingar Alþingis. Sú ákvörðun sem er tæpra tveggja áratuga gömul hefur lítið verið gagnrýnd síðan.

 

LANDSBYGGÐINNI VEITIR EKKI AF ÁHRIFUM SÍNUM

Landsbyggðin á sannarlega undir högg að sækja. Atvinnulífið er víða of einhæft og einkennist af frumframleiðslu, þar sem atvinnutækifærum hefur fækkað við aukið vægi þjónustu í hagkerfinu. Stór hluti skatttekna landsbyggðarinnar endar í Reykjavík, enda er þar nánast öll stjórnsýsla og stærsti hluti þjónustunnar. Á þetta hafa fræðimenn nýlega bent.

 

Það væri því verið að bæta gráu ofan á svart ef íþyngja ætti landsbyggðinni með því að gera landið að einu kjördæmi. Þá fyrst myndi rödd landsbyggðarfólks hljóðna í þjóðmálaumræðunni og áhrif þess á Alþingi stórlega minnka.

 

Landsbyggðinni veitir ekki af þeim áhrifum sem hún hefur í dag, ef hún á að komast af í framtíðinni. Að gera Ísland að einu kjördæmi er rothögg fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Vilji menn feta þann veg, þá verður sú stefnumótun að liggja fyrir. Að það sé þjóðarvilji að leggja niður landsbyggðina.

 

- Gunnar Þórðarson, rekstrarfræðingur.

Höfundur er í framboði til stjórnlagaþings, nr. 3656

 

Atbur­adagatal

« Nˇvember 2021 »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30