Tenglar

mßnudagur 19. marsá2012 |

Hlutverk fÚlagslegrar rß­gjafar

Hildur JakobÝna GÝsladˇttir.
Hildur JakobÝna GÝsladˇttir.

Hildur Jakobína Gísladóttir

félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps skrifar:

 

Markmið með félaglegri ráðgjöf er að veita upplýsingar og ráðgjöf um viðeigandi stuðning og úrlausnir mála. Félagsmálastjóri annast félagslega ráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna. Komið er til móts við einstaklings-bundnar þarfir þeirra sem sem þangað leita. Markmið félagslegrar ráðgjafar er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar til að allir geti notið sín sem best í samfélaginu og fengið úrlausn sinna þarfa. Félagsleg ráðgjöf felur í sér til að mynda ráðgjöf vegna:

  • veikinda
  • vanlíðunar
  • atvinnuleysis
  • húsnæðisleysis
  • fjárhagsvanda
  • fötlunar
  • málefna barna og unglinga
  • öldrunar
  • fjölskylduvanda og áfengis- eða fíknivanda

Félagsmálastjóri tekur ekki fólk í sálfræðimeðferðir en hægt er að fá stuðningsviðtöl til að létta á sér vegna erfiðleika sem steðja að einstaklingum eða fjölskyldum hverju sinni. Félagsmálastjóri veitir upplýsingar um möguleika á þjónustu og úrræðum sem henta hverjum vanda fyrir sig. Fulls trúnaðar er gætt við vinnslu einstakra mála.

 

Þjónustan er íbúum Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Reykhólahrepps og Strandabyggðar að kostnaðarlausu og hægt er að panta tíma hjá félagsmálastjóra í síma 451-3510 eða 842-2511.

 

Hildur Jakobína Gísladóttir,

félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31