Tenglar

fimmtudagur 18. febr˙ará2010 |

Gamla tÝmatali­

Gu­jˇn D. Gunnarsson.
Gu­jˇn D. Gunnarsson.
Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum (Dalli) skrifar:

 

Þorri og góa eru að verða einu gömlu mánuðirnir, sem margir Íslendingar kunna skil á. Gömlu mánuðirnir voru tólf eins og nú en allir voru þeir 30 dagar hver. Hver þeirra byrjaði alltaf á sama vikudegi, þorri á föstudegi, góa á sunnudegi o.s.frv. Þorri byrjar á miðjum vetri, síðan koma góa og einmánuður, kölluð útmánuðir einu nafni.

 

Harpa er fyrsti mánuður sumars og byrjar á fimmtudegi, fyrsta sumardag. Skerpla, sólmánuður, heyannir, tvímánuður og haustmánuður eru líka sumarmánuðir. Fyrsti mánuður vetrar er gormánuður og byrjar á laugardegi, fyrsta vetrardag, og þá eru bara eftir ýlir og mörsugur.

 

En þetta gengur ekki upp. Þetta eru bara 360 dagar og vikudagarnir passa ekki heldur. Fyrir heyannir seint í júlí koma aukanætur, fjórir dagar. Þær laga vikudagana en eftir stendur rúmlega einn dagur af réttu ári. Á nokkurra ára fresti (5-6 ára fresti) bætist við vika að loknum aukanóttum sem kallast sumarauki og þá er nákvæmnin orðin viðunandi.

 

(Heimild: Almanak Háskólans).

 

Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31