Tenglar

sunnudagur 10. jan˙ará2010 |

Fylkjum li­i

Einar K. Gu­finnsson.
Einar K. Gu­finnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar:

 

Staðan í Icesavemálinu er einn samfelldur áfellisdómur yfir málatilbúnaði ríkisstjórnarinnar. Sjálfskaparvíti hennar hafa komið okkur í þá hraklegu stöðu sem við erum nú í. Það er hins vegar enn eitt dæmi um lítilmótlega afstöðu hennar að skella skuldinni á alla aðra en sjálfa sig og þá helst forseta Íslands, sem ekki gerði annað en að fylgja eigin stefnumótun þegar hann synjaði illa þokkaðri löggjöf staðfestingar.

 

Ríkisstjórnin bregst svo þannig við að beygja sig í duftið undan svigurmælum hollenskra og breskra stjórnvalda og veikir þannig samningsstöðu okkar stórlega. Og þetta gerir ríkisstjórnin þrátt fyrir að fjármálaráðherra hafi nú upplýst að hótanirnar hafi bara verið í nösunum á stjórnvöldum Bretlands og Hollands. Engin meining hafi verið á bak við þessi orð, sem ætluð hafi verið til eins konar heimabrúks í pólitísku tilliti. Þeim mun óskiljanlegra er að helsta framlag ríkisstjórnarinnar sé ómerkilegur hræðsluáróður, sem alltof margir fjölmiðlar hérlendis enduróma og taka hráan upp. Afleiðingarnar eru auðvitað verri samningsstaða Íslands. Er það mikið umhugsunarefni hve ríkisstjórninni er oft lagið að vera til óþurftar þegar síst skyldi.

 

Breytt vinnubrögð

 

Ríkisstjórnin býst nú til þess að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu eins og eðlilegt er við þessar aðstæður. En henni ber að gera fleira.

 

Nauðsynlegt er að láta reyna á það í viðræðum við forystumenn Breta og Hollendinga hvort unnt sé að breyta samningnum, líkt og skoðanakannanir sýna að er vilji mikils meirihluta landsmanna. Eðlilegt er líka að kalla forystumenn ESB að því verki, vegna aðkomu bandalagsins að gerð samningsviðmiðanna, Brusselviðmiðanna, sem átti að leggja til grundvallar mögulegri samningsgerð.

 

Ríkisstjórnin á líka að hverfa frá vinnubrögðum sínum. Hún á að láta af þessum skaðlega og stöðuga hræðsluáróðri, hætta einleikjum sínum og freista þess að ná samstöðu um málið hér innanlands. Það er í rauninni forsenda þess að unnt sé að ná efnislegum árangri og skapa sátt um málið á meðal þjóðarinnar. Án slíkrar samstöðu hér innanlands næst aldrei árangur. Í þessum efnum hefur ríkisstjórn sjálfsagðar og augljósar skyldur; alveg sérstaklega núna eins og núverandi stjórnvöld hafa teflt þessu máli. Ríkisstjórnin ber höfuðábyrgð á hraklegri stöðu okkar en efnir samviskusamlega til aukins ófriðar hér innanlands í stað þess að fylkja liði með þjóðinni.

 

Viðbrögð ríkisstjórnarinnar - hræðsluáróður

 

Hitt er einnig jafn ljóst að traust samningsaðilanna á íslenskum stjórnvöldum er horfið. Ríkisstjórnin hefur í tvígang gert samninga við Hollendinga og Breta og verið gerð afturreka með þá hér heima fyrir. Engin viðlíka dæmi þekkjast í stjórnmálasögu okkar. Andstaða almennings við tilburði ríkisstjórnarinnar sýnir líka að trúnaður almennings gagnvart íslenskum stjórnvöldum er í lágmarki og er þá vægt til orða tekið. Það verður því að rjúfa þann vítahring sem ríkisstjórnin hefur dregið í kring um málið með glapræði sínu.

 

Það hefur verið nöturlegt að verða vitni að fyrstu viðbrögðum ríkisstjórnarinnar nú í kjölfar yfirlýsinga Breta og Hollendinga. Það er dregin upp aumkunarverð mynd af stöðu okkar og vopnin þannig bókstaflega lögð í hendur viðsemjenda okkar. Frekari samningaviðræður, þar sem ríkisstjórnin færi fyrir liðinu, myndu líkjast manni sem fer til mikilla átaka skríðandi á hnjánum, með uppgjafarstununa á vörunum. Málatilbúnaður af því tagi sem ríkisstjórnin hefur ástundað er uppskrift að fyrirsjáanlegri erindisleysu. Við getum því ekki haldið áfram á þeirri tilgangslausu braut. Nú verðum við að vinna með öðrum hætti og forða okkur frá feigðarflani stjórnvalda.

 

Nýtum stöðu okkar

 

Bresk og hollensk stjórnvöld hafa enga hagsmuni af því að tefla þessu máli í frekari átök. Fram hefur komið að helstu lögfræðiráðgjafar breskra stjórnvalda hafa til dæmis metið þetta þannig. Við sjáum það líka af margs konar viðbrögðum, til að mynda í Bretlandi nú síðustu dægrin, að átök við okkur kalla óhjákvæmilega á umræðu sem þarlendum stjórnvöldum er ekki hagfelld. Breska lögfræðistofan Mischon de Reya hefur bent á að ýmislegt sem Bretar aðhöfðust og stuðluðu að hruninu, þolir illa dagsljósið og skapar okkur sterka samningsstöðu. Þá stöðu eigum við að nýta okkur, í stað þess að kveinka sér stöðugt undan illa dulbúnum hótunum viðsemjenda okkar, eins og ráðherrar okkar gera sí og æ.

 

Það er í slíkum viðræðum sem á daginn kemur hvort Bretar og Hollendingar vilja efna þau fyrirheit sem gefin voru með Brusselviðmiðunum fyrir ríflega ári. Verði það niðurstaðan að þeir ætli að láta áfram kné fylgja kviði er sú staða augljós af okkar hálfu að málið verði útkljáð fyrir dómstólum; íslenskum dómstólum. Það er sá háttur sem í réttarríkjum tíðkast.

 

- Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður.

 

Atbur­adagatal

« Nˇvember 2021 »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30