Tenglar

f÷studagur 20. marsá2009 |

Einar Kristinn til forystu

Hildur Karen A­alsteinsdˇttir.
Hildur Karen A­alsteinsdˇttir.

Hildur Karen Aðalsteinsdóttir skrifar:

 

Á morgun, laugardaginn 21. mars, ganga sjálfstæðismenn til prófkjörs í Norðvesturkjördæmi. Ljóst er að mikil endurnýjun verður á framboðslista flokksins og margir sterkir frambjóðendur hafa gefið kost á sér til setu á Alþingi og þeirrar miklu vinnu sem þar er framundan. Einar K. Guðfinnsson hefur gefið kost á sér til forystu á lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu og styð ég hann heilshugar. Það er nauðsynlegra nú en áður að velja til forystu reyndan og farsælan stjórnmálamann með mikla þekkingu á málefnum alls kjördæmisins í þeirri snörpu kosningabaráttu sem framundan er.

 

Reynsla verður ekki ofmetin og ljóst að þeir nýju þingmenn sem flokkurinn fær munu njóta góðs af kunnáttu Einars á mörgum sviðum. Í gegnum störf sín sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur Einar Kristinn aflað sér yfirburðaþekkingar á undirstöðuatvinnuvegum kjördæmisins og hafði áður unnið ötullega að málefnum ferðaþjónustunnar sem formaður Ferðamálaráðs. Þá hefur hann verið gríðarlega duglegur að sinna kjördæminu og sýnt því og íbúum þess einlægan áhuga.

 

Þegar velja skal fólk til ábyrgðarstarfa er gott að skoða hvernig það hefur áður staðið sig við erfiðar aðstæður og undir álagi. Einar Kristinn hefur í sínum verkum nálgast þau af yfirvegun, þekkingu og samviskusemi. Hann hefur þurft að taka erfiðar ákvarðanir, m.a. vegna niðurskurðar aflaheimilda, og skal enginn ætla að þar hafi ekki reynt á tilfinningar manns með rætur í útgerð og fiskvinnslu. En eins og ætíð hjá Einari ræður þekking og raunsæi. Sem gamall Bolvíkingur þekki ég einnig persónulega til Einars Kristins og af þeim kynnum veit ég að þar fer maður sem stendur við sitt og hægt er að treysta.

 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið stærsti stjórnmálaflokkur landsins og því ekki ólíklegt að hann verði kallaður til stjórnarsetu eftir kosningar. Ef svo fer er mikilvægt fyrir Norðvesturkjördæmi að hafa í forystu stjórnmálamann sem líklegur er að taka sæti í ríkisstjórn. Einar K. Guðfinnsson er sá maður og þurfum við því að kjósa hann í fyrsta sæti D-lista í prófkjörinu um helgina. Það mun ég gera.

 

- Hildur Karen Aðalsteinsdóttir,

Akranesi.

 

Atbur­adagatal

« Desember 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31