Tenglar

mßnudagur 12. septemberá2011 |

┴fram rß­leysi Ý vegamßlum Vestfir­inga

PÚtur Bjarnason.
PÚtur Bjarnason.
1 af 4

Pétur Bjarnason frá Bíldudal skrifar:

 

Líklega þarf ekki að fjölyrða um ófremdarástandið sem Vestur-Barðstrendingar hafa búið við í vegamálum áratugum saman, svo oft sem um það er rætt og ritað. En lítið annað gerist. Ég viðurkenni að ég gladdist mjög þegar Ögmundur Jónasson tilkynnti, eftir ferð sína vestur í sumar, að nú myndi hann beita sér fyrir „ásættanlegri“ lausn og úrbótum. Þeim mun sárara var að hlusta á það í fréttum RÚV á föstudag að leysa ætti málið með því að þæfast sömu fjallvegina og fyrr og fara leið sem hafnað hefur verið æ ofan í æ af okkur sem eigum að aka þessa vegi og forsvarsmönnum sveitarfélaganna. Þetta er köld vatnsgusa framan í okkur og mun herða hnútana í deilum um þessi mál frekar en leysa þá.

 

Ég á lögheimili í Reykjavík en annað heimili á Bíldudal og ek þessa vegi oftar en margir sem búa vestra og þekki þá afar vel. Hjallahálsinn hefur oft reynst blindur og erfiður yfirferðar á vetrum. Um Ódrjúgshálsinn vil ég sem minnst ræða.

 

Ég vil samt nota tækifærið og þakka fyrir áform (sem enn eru ekki komin fram hvernig verða) um vegabætur úr Vattarfirði og vestur um, sem vonandi munu stytta leiðina. Þ.e. ef ekki koma fram nýjar pöddur í fjöruborði eða annað álíka. Við kunnum að meta það sem vel er gert, en það eru bara of lítil skrefin og allt of langt á milli þeirra.

 

Ég gekk síðastliðið sumar um utanverðan Þorskafjörð að vestanverðu og meðfram Teigsskógi. Kjarrið er víðast svo þétt að engum er fært inn í það svo neinu nemi, enda héldu rollur sem þarna voru á beit sig á jöðrunum og utan við skóginn. Þarna er dásamlega fagurt landsvæði. Gróðurinn er fjölbreyttur og gróskumikill, þó nokkuð af stórum reynitrjám, ýmsar víðitegundir, fjalldrapi og einir vaxa þarna víða í jöðrum og inn á milli. Birkikjarrið er í aðalhlutverki eins og mjög víða á Vestfjörðum, en þar var til skamms tíma talið eitt mesta skóglendi landsins. Þetta hefur líklega breyst með vaxandi skógrækt víða um land.

 

Kjarrið í Teigsskógi sýnist mér svipað og mjög víða annars staðar á Vestfjörðum. Það er ekki mjög hávaxið að sjá, t.d. eru mun hærri tré að jafnaði, og að mér finnst mun fallegri, í skóglendi t.d. í Vatnsfirði, Arnarfirði, Laugabólsdal við Djúp og víðar. Þetta er þó ekki aðalatriðið. Þetta svæði er eins og fyrr segir afar fallegt og ég var að sjá það í fyrsta sinn, þó ég hafi ekið um nánast öll akfær svæði Vestfjarða á undanförnum fimmtíu árum. Það væri gleðilegt ef það yrði gert aðgengilegt fleirum en kindum og þeim af mannfólkinu, sem hafa aðstæður og heilsu til að ganga þarna um. Ég gat ekki séð að vegagerð myndi skerða nema litla sneið af skóginum og það er af þó nokkru að taka. Þar að auki tekur mig sárt hversu þeir sem telja sig sjálfskipaða verndara náttúrunnar hafa litla trú á mætti birkiskóganna til að viðhalda sér og bregðast við raski sem oft verður af ýmsum ástæðum, s.s. skriðuföllum, flóðum o.fl.

 

Á síðustu öld voru sjónarmið lengst af önnur í vegagerð en nú og þar er breyting til batnaðar. Vegalagning um viðkvæm svæði hefur tekist vel á seinni árum og Vegagerðin á heiður skilinn fyrir vönduð vinnubrögð í lagningu vega og frágang þeirra á síðari árum. Fyrir fimmtíu árum þegar vegur var ruddur upp úr Arnarfirði var m.a. farið um kjarri vaxin svæði. Jarðvegurinn var skafinn af klöppum upp í hlíðar eins og þurfa þótti og svo var þetta látið eiga sig. Þetta var gert mjög víða.

 

Ég hef verið að fylgjast með því á leiðinni úr Arnarfirði og suður um hvernig skóglendið er smátt og smátt að bæta fyrir þessar misþyrmingar með allgóðum árangri, þó gengur síst þar sem jarðvegurinn var allur skafinn burt. Sums staðar er víðirinn í fararbroddi ásamt lyngi og lággróðri og birkið kemur á eftir en annars staðar fer birkið strax að feta sig í áttina. Á fyrrgreindu vegarstæði upp úr Trostansfirði er birkið víða komið fast inn að veginum og jafnvel inn á hann eins og vel sést á mynd [sjá meðfylgjandi myndir - nr. 2, 3 og 4 - sem greinarhöfundur tók]. Ég hef fulla ástæðu til að ætla að það myndi ekki taka fimmtíu ár fyrir vegkanta í Teigsskógi að jafna sig og það þótt mannshöndin kæmi þar hvergi að. Þar yrði ekki skafið upp um allar hlíðar heldur farið mildilegar að. Við verðum að trúa á landið okkar, ekki að leggja áherslu á að sem fæstir fái notið gæða þess eins og mér sýnist oft verða raunin.

 

Með mér á fyrrgreindri gönguferð voru þrír bornir og barnfæddir Reykvíkingar. Við höfðum smá skoðanakönnun í ferðalok og vorum öll sammála um að vegagerð þarna væri markmið sem vert væri að keppa að. Við sáum ekki frá sjónarhóli okkar neinar gildar ástæður gegn því. Það væri beinlínis rangt að banna þarna umferð, þegar þar að auki væri sýnt að vegalengdir myndu styttast, vetrarfærð yrði mun öruggari og kjarrið yrði áfram á sínum stað.

 

Ég skora á ráðherra samgöngumála að taka nú upp raunhæfa samvinnu við heimamenn eins og hann hefur talað um og gera eitthvað með vilja þeirra í stað þess að halda áfram þessum varhugaverðu áformum um veg yfir Hjallaháls. Að ætla að milda umræðuna með gylliboðum um jarðgöng mun engu breyta allan þennan áratug og líklega lengur og það veit ráðherrann eins vel og við. Til dæmis má nefna að þingsályktanir og ýmsar áætlanir um jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar hafa verið gerðar vel á þriðja áratug án þess að nokkur sýnilegur árangur sé kominn fram.

 

- Pétur Bjarnason.

 

Viðbót til nánari skýringar: Pétur Bjarnason er fyrrum fræðslustjóri og varaþingmaður á Vestfjörðum. Hann er upprunninn á Bíldudal og var þar á sínum tíma oddviti sveitarstjórnar.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31