Tenglar

mßnudagur 27. aprÝlá2009 |

A­ loknum kosningum

ËlÝna Ůorvar­ardˇttir.
ËlÝna Ůorvar­ardˇttir.

Ólína Þorvarðardóttir skrifar:

Að loknum kosningum er mér efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu sem stutt hafa flokkinn og okkur frambjóðendur Samfylkingarinnar á öllum vígstöðvum. Fjölmarga hef ég hitt á ferðum mínum um kjördæmið sem hafa miðlað mér af reynslu og sinni og lífsafstöðu. Já, það hefur verið lærdómsríkt og gefandi að hitta kjósendur að máli, hlusta eftir röddum þeirra og skiptast á skoðunum.

 

Ég er jafnframt þakklát mótframbjóðendum mínum úr öðrum flokkum fyrir skemmtilega framboðsfundi og umræður um það sem betur má fara og hæst ber á hverjum stað. Yfirleitt hafa þessi skoðanaskipti verið málefnaleg og upplýsandi fyrir alla aðila.

 

Nýtt tímabil framundan

 

Nú tekur við nýtt tímabil - erfitt tímabil. Óhjákvæmilega finnur nýkjörinn þingmaður frá Vestfjörðum til ríkrar ábyrgðar og um leið umhyggju gagvart heimaslóðum. Við sem hér búum þekkjum það best hversu mjög ríður á úrbótum í samgöngu- og raforkumálum þessa svæðis. Hvort tveggja getur ráðið úrslitum um atvinnuuppbyggingu hér og almenn búsetuskilyrði. Sjálf vil ég auk þess gera það sem í mínu valdi stendur til þess að fjölga hér menntunarkostum, ekki síst á háskólastigi.

 

Forsenda þess að eitthvað miði í úrbótum fyrir einstaka landshluta er þó að ná tökum á efnahagslífi þjóðarinnar og verja jafnframt velferðina eftir fremsta megni. Það er forgangsverkefni og um leið frumskilyrði þess að nauðsynleg atvinnuuppbygging geti átt sér stað. Sókn um inngöngu í ESB er mikilvægur þáttur í að þetta takist. Síðast en ekki síst þarf að endurreisa ábyrgð og traust í samfélaginu, ekki síst á stjórnmálasviðinu og innan stjórnsýslunnar sjálfrar.

 

Samstöðu er þörf meðal vestfirskra þingmanna

 

Já, verkefnin framundan eru mörg og vandasöm. Kreppan mun vafalaust verða notuð miskunnarlaust gegn okkur Vestfirðingum, líkt og þenslan var notuð gegn okkur í góðærinu. Einmitt þess vegna ríður á að þingmenn kjördæmisins - ég tala nú ekki um þingmenn héðan af Vestfjörðum - standi saman um að vinna svæðinu gagn. Ég hef talað fyrir því áður að menn taki höndum saman, teygi sig yfir skotgrafir og flokkslínur, til þess að vinna að úrbótum fyrir þennan hrjáða landshluta.

 

Við vitum hversu mjög hefur hallað á Vestfiriðnga undanfarna áratugi. Nú þurfa Vestfirðir forgang - brýnan forgang. Til þess að það geti orðið verða menn að standa saman. Það er mun mikilvægara heldur en að skilgreina sig eftir flokkslínum, á meðan byggðarlaginu blæðir.

 

Nú reynir á okkur Vestfirðinga á Alþingi Íslendinga.

 

- Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður.

 

Atbur­adagatal

« AprÝl 2021 »
S M Ů M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30